Beint í efni

Álfadís og grimmd gullsins

Álfadís og grimmd gullsins
Höfundur
Elías Snæland Jónsson
Útgefandi
Hergill
Staður
Kópavogur
Ár
2013
Flokkur
Barnabækur

Framhald bókanna Valkyrjan (2003) og Drekagaldur (2004)

Um bókina:

Unga valkyrjan snýr aftur til Goðheima í örvæntingafullri leit að ætt sinni og uppruna, en lendir strax í heiftarlegum átökum við illvirkja í Miðgarði.

Á sama tíma ógnar yfirvofandi stríð Ása og Vana öllum heiminum.

Tekst Hildi að breyta örlögunum og bjarga Goðheimum?

Úr bókinni:

Þrívaldi sat álútur í tignarlegu hásæti Sigmundar, konungs Djúpadals, í viðhafnarsal hallarinnar, slóttugur á svip. Hann var með gróft svart hár, feitlagið andlit og dökk stingandi augu.

Beggja vegna hásætisins stóðu hermenn með hjálm á höfði, spjót í hendi og sverð við belti, albúnir að verja herra sinn.

Hildur hafði alltaf vantreyst Þrívalda, ekki síst eftir að hann hleypti Loka hinum lævísa inn í þennan sama hallarsal og gerði honum kleyft að stela sverðinu ósigrandi sem Fornbogi, sonur Ívalda, hafði smíðað til að sigrast á galdravopnum goðanna, jafnt spjóti Óðins sem hamri Þórs.

„Hvað vilt þú hingað?“ spurði hann hryssingslega.

Hildur mætti hiklaust fjandsamlegu augnaráði Þrívalda.

„Ég vil fá að hitta Brynhildi,“ svaraði hún einarðlega.

„Hún er ekki í návist okkar og hefur ekki verið árum saman.“

„Er hún þá fangi þinn hérna í Djúpadal?“

„Nei, Brynhildur hvarf inn í nóttina þegar hún frétti fall Sigmundar. Mér þykir sennilegt að Óðinn hafi kallað hana til sín, enda var hún á hans vegum.“

Hildi datt ekki í hug að treysta orðum hans.

„Hvar átti Sigmundur að hafa fallið?“ spurði hún.

„Mér var sagt að hann hafi fallið fyrir spjóti Bölverks konungs á bökum Kolgrimmu í Suðurdölum. Aðrir halda því fram að það hafi verið Gungnir, spjót Óðins, sem lagði Sigmund að velli. Hvort heldur var, þá má ljóst vera að Sigmundur var maður feigur er hann hélt til orrustunnar. Það voru örlög hans að deyja til Óðins og drekka öl með öðrum Einherjum í Valhöll.“

(33-4)

Fleira eftir sama höfund

Brak og brestir

Lesa meira

Átök milli stríða

Lesa meira

Töfradalurinn

Lesa meira

Hvernig skyldi það vera?

Lesa meira

Draumar undir gaddavír

Lesa meira

Fjörbrot fuglanna : Leikrit í tuttugu atriðum

Lesa meira

Krókódílar gráta ekki

Lesa meira

Davíð og Krókódílarnir

Lesa meira