Jump to content
íslenska

Stríð og kliður (War and Murmurs)

Stríð og kliður (War and Murmurs)
Author
Sverrir Norland
Publisher
JPV
Place
Reykjavík
Year
2021
Category
Other

Um bókina

Þurfum við að endurhugsa samfélög okkar frá grunni? Eru það hinir gæfustu sem lifa af? Er heimurinn virkilega að farast? Búum við í tækniræði? Hvað verður um óhemjurnar?

Fyrir nokkrum árum féllust Sverri Norland hendur andspænis þeim tröllauknu áskorunum sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir — mengaðri náttúru, útrýmingu dýrategunda, yfirtöku tækninnar, samþjöppun auðs á fárra hendur. Hér rekur hann hvernig honum tókst að vinna sig út úr þeirri lægð og á vit bjartsýnni aðferða til að takast á við krefjandi verkefni framtíðarinnar.

Úr bókinni

Þegar Leo Tolstoj var kominn á miðjan aldur lenti hann í nagandi tilvistarkreppu. Hann steinhætti að skrifa sögur því að hann gat ekki lengur sett niður fyrir sér hver tilgangur lífs síns væri. Til að greiða úr þeirri hugans og hjartans lækju fór hann auðvitað leið rithöfundarins og skrifað bók, Játningu.  Þar rakti hann ævi sína, syndir og sukk, og lýsti því hvernig honum tókst með tíð og tíma að bæta ráð sitt og feta sig inn á beinu brautina. Að lokum færði hann rök fyrir því að guð væri til og fann þannig langvarandi merkingu í trúnni.

Ég er ekki trúaður (því miður) og KRÍSAN mín laut að skorti á langvarandi merkingu í smásjá daglega lífsins frekar en af útsýnistindi alls sköpunarverksins. Ég þurfi að skilja sjálfan mig í tengslum við loftslagsbreytingarnar og finna leið til að gæða óendanlega smáa og léttvæga tilveru mína tilgangi. Á tímum takmarkalausrar eyðileggingar, hvernig rýma menn til fyrir lífinu, sköpunargleðinni? Jafnvel þótt ég gæti ekki leikið neitt úrslitahlutverk í að afstýra hörmununum þýddi það ekki að ævistarf mitt yrði óhjákvæmilega unnið fyrir gýg. Það sem virðist fánýtt ís tóra samhenginu er það ekki endilega í litla samhenginu. Tilvera hvers og eins okkar er litla samhengið. Ergó: litla samhengið er merking lífs okkar – og hamingjan felst auðvitað í því að gæða lífs sitt merkingu. Við verðum að fylla lófana af vatni og skvetta á logana jafnvel þótt það slökkvi ekki skógareldinn.

Öll erum við jarðarbúar hluti af, en ekki aðskilin frá, lífríki plánetunnar. Hver og eitt okkar býr meira að segja yfir mögnuðum innri tækjabúnaði sem er beintengdur við jörðina í heild sinni: innsæi. Þurfum við að skilja allt? Hvað með að skynja? Hver er munurinn á því að skilja og skynja? Sífellt fleiri jarðarbúar virðast skynja að við erum á meinlegri braut en samt virðumst við ekki skilja það. Það er engin furða að almenningur þreytist á að taka við endalausum ábendingum um hvernig við eigum að breyta lífi okkar; við verðum líka að treysta eigin dómgreind.

(29-30)

 

More from this author

Með mínum grænu augum (With My Green Eyes)

Read more

Suss! Andagyðjan sefur (Shh! The Muse is Sleeping)

Read more

Erfðaskrá á útdauðu tungumáli (A Living Testament in an Extinct Language)

Read more

Heimafólk (Local People)

Read more

Fallegasta kynslóðin er alltaf sú sem kemur næst (The Most Beautiful Generation is Always the Next One)

Read more

Kvíðasnillingurinn (The Anxiety Expert)

Read more

Kvíðasnillingarnir (The Anxiety Experts)

Read more

Fyrir allra augum (In Front of Everyone)

Read more

Hið agalausa tívolí (The Awful Amusement Park)

Read more