Jump to content
íslenska

Heimafólk (Local People)

Heimafólk (Local People)
Author
Sverrir Norland
Publisher
AM forlag
Place
Reykjavík
Year
2018
Category
Short short stories

Úr bókinni

Apótekið var stappað af rauðþrútnum, hágrátandi smábörnum í örmum ráðþrota foreldra sem kjöguðu haltir um gólf á blöðróttum túristafótum.

„Are you sure you‘re not, like, dying?“ spurði Jósefína nýja förunaut sinn, sem var í óðaönn við að fínkemba sjampódeildina.

„Ca va, ég er ókei. En ég þarf eitthvað til að sporna við – hvernig segir maður aftur – flösu?“

Íbygginn strauk hann plastumbúðirnar á vandaðri, lífrænni hárnæringu.

Nokkrum mínútum síðar sátu þau á bekk fyrir utan apótekið, særða hnéð nú kirfilega vafið inn í grisjur og sárabindi.

„Heyrðu, ég er með betri hugmynd en rækjustaðinn,“ sagði Matthias. „Viltu koma til mín? Ég er ekki að reyna – æ, hvernig segir maður? – að klæmast í buxurnar þínar.“

„Komast í buxurnar mínar?“

„Ah, jamm, d‘accord. Mig langar bara að sýna þér svolítið.“

Jósefína hafði reyndar hugsað sér að eyða kvöldinu í notalega melankólískri eymd á dauflýstum bar yfir vínglasi, og þykistulesa Marguerite Duras á frummálinu.

„Hvað langar þig að sýna mér?“ spurði hún.

Matthias brosti sínu fagra brosi (sem drukknaði, því miður, næstum alveg á bak við þessa rauðbrúnu barta).

„Fallegustu leyndardóma Parísarborgar,“ sagði hann.

(19-20)

 

More from this author

Með mínum grænu augum (With My Green Eyes)

Read more

Suss! Andagyðjan sefur (Shh! The Muse is Sleeping)

Read more

Erfðaskrá á útdauðu tungumáli (A Living Testament in an Extinct Language)

Read more

Fallegasta kynslóðin er alltaf sú sem kemur næst (The Most Beautiful Generation is Always the Next One)

Read more

Kvíðasnillingurinn (The Anxiety Expert)

Read more

Kvíðasnillingarnir (The Anxiety Experts)

Read more

Fyrir allra augum (In Front of Everyone)

Read more

Stríð og kliður (War and Murmurs)

Read more

Hið agalausa tívolí (The Awful Amusement Park)

Read more