Jump to content
íslenska

Fyrir allra augum (In Front of Everyone)

Fyrir allra augum (In Front of Everyone)
Author
Sverrir Norland
Publisher
JPV
Place
Reykjavík
Year
2016
Category
Novels

Um bókina

Úlfur situr á Þjóðarbókhlöðunni þegar Dísa Eggerts vindur sér að honum með áleitna spurningu. Þetta markar upphafið á vandræðalegu en jafnframt sprenghlægilegu sambandi þar sem Úlfur fylgist heillaður með Dísu rísa til æðstu metorða í rapptónlistar- og bókmenntaheiminum á meðan allt gengur á afturfótunum hjá honum sjálfum.

Úr bókinni

Eftir mat leiddi afi okkur inn í stofu, bar fyrir okkur glös af hvannarótarlandanum sínum og settist við píanóið til að leika fyrir okkur nokkur frumsamin ástarlög upp úr stóru, snjáðu stílabókinni sinni, sem hann hafði um langt árabil notað til að geyma öll ástarlögin til ömmu; síðurnar bólgnuðu út af servíettum, leikhúsmiðum, matseðlum, auglýsingapésum og öðrum pappírsblöðum sem afi hafði í hita leiksins notað til að fanga þrumur og eldingar innblástursins og síðan ýmist heftað eða límt inn´i stílabókina. Það skemmtilegasta sem hann vissi var að flytja lög upp úr þessari stílabók sinni fyrir þakkláta áheyrendur, en með árunum fækkaði slíkum tækifærum jafnt og þétt eftir því sem legsteinum gömlu vina hans fjölgaði í kirkjugarðinum. Rödd afa var rám og brothætt en það var einurð og hlýja í flutningnum og fljótlega hafði ég fyrirgefið honum fyrirganginn og frekjuna við matarborðið. Ég hafði lengi áfellst hann fyrir að semja öll þessi fallegu ástarlög – sem hann fullyrti að væru öll tileinkuð ömmu – og gera á sama tíma hosur sínar grænar fyrir heilu herdeildunum af kátum konum vítt og breitt um landið og nú auk þess hinu dularfulla glæsikvendi í Flórída. En skyndilega fyrirgaf ég honum þetta allt, baðaður í hugljúfu tónaflóðinu sem frá honum streymdi, hann var líka lifandi manneskja, í stöðugri glímu við einmanaleikann, listfengur lífsorkumaður sem þurfti sinn skerf af mannlegri hlýju, mjúkri snertingu. Þetta hugsaði ég – alveg þangað til ég sá hvernig Dísa mændi á hann með blikandi stjörnur í augunum. Þá var afi kominn á fimmta lag, það rómantískasta fram að þessu … Ætlaði hann nú að reyna að stela henni frá mér, þessi ósvífni, útsmogni frethólkur!?

„Jæja, nú þurfum við að koma okkur,“ sagði ég en Dísa þaggaði samstundis niðrí mér, stökk fram í upptökuherbergið, sneri aftur með kassagítarinn. Hún sagðist ætla að spila fyrir okkur nýtt, frumsamið lag sem enginn hefði áður heyrt. „Það er í A-dúr,“ sagði hún feimnislega við afa svo hann gæti klórað sig með henni fram úr hljómaganginum.

(37-9)

 

More from this author

Með mínum grænu augum (With My Green Eyes)

Read more

Suss! Andagyðjan sefur (Shh! The Muse is Sleeping)

Read more

Erfðaskrá á útdauðu tungumáli (A Living Testament in an Extinct Language)

Read more

Heimafólk (Local People)

Read more

Fallegasta kynslóðin er alltaf sú sem kemur næst (The Most Beautiful Generation is Always the Next One)

Read more

Kvíðasnillingurinn (The Anxiety Expert)

Read more

Kvíðasnillingarnir (The Anxiety Experts)

Read more

Stríð og kliður (War and Murmurs)

Read more

Hið agalausa tívolí (The Awful Amusement Park)

Read more