Beint í efni

Skrifað í stein

Skrifað í stein
Höfundur
Njörður P. Njarðvík
Útgefandi
Uppheimar
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Úrval ljóða sænska skáldsins Kjell Espmark í þýðingu Njarðar.

Úr Skrifað í stein:

Heimferð til gleymskunnar

Undir býsönskum himni
sem glitrar í votum litum
fer hann úr fötunum á bryggjunni
einn í mistrinu. Leiftur sem af vatni.
Hann leggur varlega frá sér verkinn
á undnar mjúkar fjalir.
Á enda krókstjakans
hengir hann gránandi taugavöndla.
Að lokum lætur hann máttvana vöðvana
falla í hrúgu á bryggjuna.
Svo stígur hann niður í strangar sýrur
sem geta þvegið burt allar leifar sjálfsins.
Eitt sinn átti hann nafn.
Nú segir hann upp stöðu sinni í Samhenginu.
Flýtur út úr froðu skilningarvitanna
einfaldaður líkt og málfræðidæmi.
Hann þjónar engum lengur!
Bíður ekki eftir orðum af himnum
sem einn sinn kom pennanum til að sprikla í hendinni.
Hreint ótrúlega samanfallið landslag
nær en á nokkurri nethimnu
hvelfir sumri sínu yfir hann.
Hús svo hvítt að það hverfur inn í hvítnandi himin.
Kona sem er hugboð, alveg eins hvít.
Hann hafnar líka þeirri mynd.
Hélt hún væri það síðasta,
en losnar ekki við fuglinn í mistrinu,
fuglinn, of nakinn til að eiga sér nafn.
Hann er ekki raunverulegur fugl, heldur vængjatak,
angar af löngu útdauðum söng. Vængjatak eftir vængjatak
sem sveiflast í slokknuðum skilningarvitum.
Bergmál af bergmálum.
Hann verður að losna!
Bergmál af bergmálum af bergmálum. Horfin.
Svo er ekkert eftir nema tilgangsleysi
svo skelfilegt tilgangsleysi
að þar er pláss fyrir marga:
stormur gleymdra andlita
opinn móti engu.

(42-3)

 

Fleira eftir sama höfund

Antrag abgelehnt

Lesa meira

Birtan er brothætt

Lesa meira

Aftur til steinsins

Lesa meira

Árbók bókmenntanna: Vika bókarinnar 2005

Lesa meira

Á ströndinni

Lesa meira

Auðun og ísbjörninn

Lesa meira

Birth of a Nation

Lesa meira

Dagur í Austurbotni

Lesa meira

Dauðamenn: söguleg skáldsaga

Lesa meira