Beint í efni

Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins

Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins
Höfundur
Snæbjörn Arngrímsson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Guðjón G. Georgsson er nýfluttur í Álftabæ og fær Eyðihúsið á heilann. Milla vinkona hans sá aldrei Hrólf nágranna sinn, ríkasta mann þorpsins, sem bjó í Eyðihúsinu. Hann var víst skapvondur ógæfumaður sem sást sjaldan utandyra því sennilega var honum illa við annað fólk. Dag einn birtist dularfullur trékistill á bókasafnströppunum og bréf frá Hrólfi – þar sem bæjarbúar fá þrjár vísbendingar, þrjá lykla að leyndardómum lífs hans og fjársjóðum. Lausnin er ekki einföld. Og sannarlega ekki hættulaus. En þá er gott að Guðjón G. Georgsson og Milla eru saman í liði.

Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins eftir Snæbjörn Arngrímsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2019. Þetta er saga um heillandi og svolítið hræðilega ráðgátu, hugrökk og huglaus börn.

 

Fleira eftir sama höfund

eitt satt orð

Eitt satt orð

Á köldu októbersíðdegi sigla Júlía og Gíó, maður hennar, saman út í hinn sögufræga Geirshólma í Hvalfirði vegna verkefnis sem Júlía hefur tekið að sér. Hún snýr hins vegar þaðan aftur ein síns liðs.
Lesa meira

Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf

Lesa meira