Beint í efni

Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf

Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf
Höfundur
Snæbjörn Arngrímsson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Barnabækur

 

Um bókina

Glæsileg, rík og dularfull kona hefur keypt hús í Álftabæ en virðist engan áhuga hafa á neinum samskiptum við bæjarbúa. Dag einn hverfur ómetanleg froskstytta af heimili hennar. Á sama tíma virðist Doddi, bekkjarbróðir Millu, hafa gufað upp.

Á meðan áköf leit er gerð að Dodda reyna vinirnir Milla og Guðjón G. Georgsson að finna skýringuna á hvarfi hans, leysa ráðgátuna um froskstyttuna og komast að því hvort samhengi sé þar á milli. Þau flækjast þá inn í furðulegt glæpamál þar sem þau læra að skilja mikilvægi hjálpseminnar, gleðina sem felst í vináttunni og ofurkraftinn sem hugrekkið veitir.

Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf er önnur bók Snæbjörns Arngrímssonar. Fyrri sagan um Millu og Guðjón G. Georgsson, Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins, fékk Íslensku barnabókaverðlaunin 2019 og var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur.

 

Fleira eftir sama höfund

eitt satt orð

Eitt satt orð

Á köldu októbersíðdegi sigla Júlía og Gíó, maður hennar, saman út í hinn sögufræga Geirshólma í Hvalfirði vegna verkefnis sem Júlía hefur tekið að sér. Hún snýr hins vegar þaðan aftur ein síns liðs.
Lesa meira

Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins

Lesa meira