Beint í efni

Póst-postilla: Hafnarhúslestrarbók

Póst-postilla: Hafnarhúslestrarbók
Höfundur
Oddný Eir Ævarsdóttir
Útgefandi
Listasafn Reykjavíkur
Staður
Reykjavík
Ár
2006
Flokkur
Ritstjórn / Umsjón útgáfu


Ritstjórar: Oddný Eir Ægisdóttir, Unnar Örn Jónasson Auðarson og Goddur.



Oddný Eir var sýningarstjóri sýningarinnar ásamt Daníel Björnssyni.



Sýningarskrá með viðtölum við listamennina Hrafnhildi Arnardóttur, Ingibjörgu Magnadóttur, Kristínu Eiríksdóttur, Davíð Örn Halldórsson, Siggu Björgu Sigurðardóttur, Björk Guðnadóttur, Ásdís Sif Gunnarsdóttur, Magnús Árnason, Helga Þórsson, Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur og Ragnar Kjartansson.



Úr inngangi Oddnýjar:



Postuli er sá sem sendir eitthvað áfram. Postilla er safn af sendingum, safn af erindum til annarra, sending til framtíðarinnar. Postilluhefðin á Íslandi er rík, þar sem Íslendingar komust margir ekki auðveldlega til kirkju. Heimilin komu sér því upp safni af prédikunum í postillu/húslestrarbók. Á sunnudögum þegar búið var að sinna verkum, var bókin opnuð og búin til helgi. Sá sem kunni best, las upp úr postillunni en umræðan um guðsorðið var kannsi ekki mjög fjörug í kjölfarið. Þegar kom fram á tuttugustu öldina, tók útvarpsmessan við hlutverki postillunnar og varð einhvers konar post postilla. En umræðan um húslesturinn varð kannski engu bættari. Þessi hér post postilla er tilraun til annars konar vörpunar húsletranna á opinberum vettvangi, því samræðan er forsenda hennar og fyrirheit.



Þegar kom til tals að gefa út veglega sýningarskrá vorum við, aðstandendur sýningar og útgáfu, sammála um að skráin ætti ekki aðeins að vera vönduð heldur líka fyrirferðamikil. Hún ætti því ekki aðeins heima í hliðarsal pakkhússins eða skjalasafni, heldur innan í húsinu. Og útsýnið úr því húsi ætti ekki bara að vera aukasýn, hliðarsýn, heldur önnur sýn í sýninni. En hvernig má öðlast aðra sýn? Þegar stórt er spurt, gæti svarið falist í krísunni. Dvöl í krísunni gæti verið nauðsynlegt skilyrði þess að halda áfram. En áfram hvert? Í krísunni er ekki að finna nein svör eins og þegar maður finnur bláber í móa, því krísan er ekki neitt nema spurn. Hún er undrun og opið haf.



(6)


Fleira eftir sama höfund

Opnun kryppunnar

Lesa meira

Heim til míns hjarta: ilmskýrsla um árstíð á hæli

Lesa meira

Jarðnæði

Lesa meira

Slátur | Slaughter

Lesa meira

snjór piss hár

Lesa meira

Veðrið vitnar um þig

Lesa meira

Weather Reports You

Lesa meira

Leiðin á milli = Ways in Between

Lesa meira

Apostles' Clubhouse

Lesa meira