Beint í efni

Dýra líf

Dýra líf
Höfundur
Geirlaugur Magnússon
Útgefandi
Lafleur
Staður
Reykjavík
Ár
2004
Flokkur
Ljóð

Úr Dýra líf:

til lesenda

ég skáldið
heilsa ykkur öllum tólf

þó óski mér á stórhátíðum
í tertu og gjafastað
að ykkur fækki um einn

en þegar skima yfir hópinn
(því næ ég þrátt fyrir fjarsýnina)
veit ég vart hver er kyssilegastur

er þó sífellt að væta varirnar
til að kanna hvort ekki finnist
eiturbragð laundrjúgt eiturbragð

ern er vart snúinn frá
þegar þyrpist að myntsláttunni
þar sem greiddar eru út þrjátíu í senn

félagi spörfugl

sparaðu þér sporin
og mér vængjatökin
tylltu þér á sylluna
gerist ekkert í kvöld

nema að sólin sest
og myrkrið læðist að
það sáum við áður
hreiðurgerð bíður vors

vors og byltingar
grænnar rauðrar kliðmjúkrar
svo nærri það fjærri langþráð
líkt og svefninn þegar rökkvar

taktu þá flugið vinur
þau styttast mér sporin

Fleira eftir sama höfund

Ítrekað

Lesa meira

Safnborg

Lesa meira

Afl þeirra hluta

Lesa meira

Án tilefnis

Lesa meira

Áleiðis áveðurs

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Hreytur

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira