Beint í efni

Burðargjald greitt

Burðargjald greitt
Höfundur
Páll Kristinn Pálsson
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
1999
Flokkur
Smásögur

Úr Burðargjald greitt:

Móðir drengsins hafði á réttu að standa.
 Hann undi sér best á háaloftinu.
 Þar var hann í friði.
 Þar réði hann sögum.
 Og þar hafði hann reist heila borg - þótt aðrir sæju sjálfsagt ekki annað en alls kyns dót og drasl á víð og dreif um gólfið.
 Drengurinn hafði ekki gefið henni neitt nafn, en í augum hans var þetta heimsborg.
 Skammt fyrir utan borgina var alþjóðlegur flugvöllur - og kannski þess vegna finnst honum núna löngu seinna, þegar hann rifjar þetta upp, að það hljóti að hafa verið á þessu sama tímabili sem hann dreymdi flugslysið.
 Nótt eftir nótt þóttist hann standa úti á svölum við hlið litlu systur sofandi í barnavagninum og það er hábjartur dagur og hann sér risastóra flugvél svífa hægt yfir hverfið.
 Skuggi vélarinnar breiðir sig yfir mörg hús í senn, en þegar hún nálgast hlíðina hinum megin í dalverpinu pompar hún skyndilega niður á túnið fyrir framan sjúkrahúsið, eina óbyggða svæðið þar um kring, og brotnar í tvennt.
 Sterk angan af flugvélabensíni fyllir loftið um leið og fólk tekur að streyma út úr báðum hlutum skrokksins; vegna fjarlægðarinnar minnir það meira á lest iðjusamra maura en manneskjur að hraða sér í skjól - sem var þó ekki til neins því á næsta augnabliki nötraði jörðin í kröftugum sprengingum og gríðarlegt eldhaf kaffærði alla og allt.
 Í því hrökk drengurinn ávallt upp með svo mikinn hjartslátt að honum fannst brjóstið vera að rifna, og þar sem lyktin af flugvélabensíninu fylgdi honum jafnan inn í vökuna var hann lengi að átta sig á að þetta var bara draumur.
 Jú, þetta hangir saman.
 Það man hann núna á fullorðinsárum, þegar hann liggur út af á bekk og rifjar upp atburði úr bernskunni fyrir góðlegum eldri sállækni.
 Því þessi mikli hjartsláttur; það var sami hjartslátturinn og hann fékk í borginni daginn sem faðir hans kom fullur heim eftir að þeir höfðu sagt honum upp vinnunni hjá Póstinum, og allt fór í háaloft -
 Niðri.

(s. 23-24)

Fleira eftir sama höfund

Vesturfarinn

Lesa meira

Góðra vina fundur

Lesa meira

Á hjólum

Lesa meira

Dagurinn í gær

Lesa meira

Beðið eftir strætó

Lesa meira

Í upphafi var morðið

Lesa meira

Satt að segja : Af fyrirtækjum og stjórnmálabaráttu Jóhanns G. Bergþórssonar

Lesa meira