Beint í efni

Beðið eftir strætó

Beðið eftir strætó
Höfundur
Páll Kristinn Pálsson
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1983
Flokkur
Skáldsögur

Anna Gunnlaugsdóttir myndskreytti.

Úr Beðið eftir strætó:

Linda drap fóstur í Hönnu. Þær voru að leika sér í slag í biðskýlinu og hún sparkaði óvart ferlega fast í magann á Hönnu. Hönnu var síðan illt í maganum í tvo daga fór þá til læknis sem sagði að fóstrið væri dáið. Vá, Hanna ætlaði hvortsemer að láta eyða fóstrinu annars hefði Linda verið með samviskubit alla ævi ...
 Hún hafði líka látið eyða fóstri. Hún hafði verið ólétt eftir Braga og þau ætluðu að fara að búa saman og hætta geðveikinni. - Svo fór allt í steik og hún ákvað þá að láta bara eyða ... En hún ætlaði ekki að láta eyða næst ... Það var svo ógeðslega vont að fara í fóstureyðingu ... Það ætlaði hún aldrei að gera aftur ... Samt þýddi ekkert fyrir þær að taka pilluna ... Þær gleymdu alltaf að taka hana ... Þær voru alltaf að taka sénsinn ...
 Þær stálu ávísanahefti úr frakkavasa uppí Háskóla. Fóru í bæinn og fölsuðu á fullu. Fóru í fataverslanir og snyrtivöruverslanir og keyptu dýr föt og dýrar snyrtivörur og báðu alltaf um að fá að hafa ávísunina aðeins hærri ... Hanna skrifaði ávísanirnar; hún leit út fyrir að vera miklu eldri en hún var og engan grunaði að hún væri bara sextán ...
 Það leið ekki á löngu uns þær voru uppdressaðar málaðar og áttu nokkurþúsund í vasanum. Þær fóru í Ríkið - verst að Ríkið skuli ekki taka við ávísunum - og keyptu tvær Brennivín. Kók í bland. Duttíða. Tóku leigubíl og fóru að rúnta ... Létu leigubílstjórann keyra sig til Hafnarfjarðar, Álftaneshringinn, aftur í bæinn og úr á Laugaveginum ... Þær voru orðnar þrælfullar ... Hikstuðu ... Hlógu ... Hikstuðu aftur ... Hlógu meira ... Hahahahaha ... Slöguðu inn í biðskýlið í ofsastuði stríddu gömlum kellingum slógu af þeim hattana klipu í gamla kalla skáluðu við alla buðu strákunum sjúss dönsuðu um og sungu fyrst á réttunni svo á röngunni tjútt tjútt trallala ... Þá kom Stóri Varði askvaðandi og skipaði þeim að haga sér skikkanlega annars út bara ...
 Þær fóru bara út sjálfar og héldu áfram að syngja þar:
 ég þekkti einusinni fatlafól ...
 Upp og niður Laugaveginn.
 ... oj bara

(s. 46-47)

Fleira eftir sama höfund

Burðargjald greitt

Lesa meira

Vesturfarinn

Lesa meira

Góðra vina fundur

Lesa meira

Á hjólum

Lesa meira

Dagurinn í gær

Lesa meira

Í upphafi var morðið

Lesa meira

Satt að segja : Af fyrirtækjum og stjórnmálabaráttu Jóhanns G. Bergþórssonar

Lesa meira