Beint í efni

Tsatsiki og Pápi

Tsatsiki og Pápi
Höfundur
Moni Nilsson-Brännström
Útgefandi
Salka
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Barnabókin Tsatsiki och Farsan eftir sænska rithöfundinn Moni Nilsson-Brännström í íslenskri þýðingu Friðriks.

Bókin er framhald sögunnar Tsatkiki og mútta sem kom út í þýðingu Friðriks 2001. Fyrir þá þýðingu hlaut hann Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur.

Úr Tsatsiki og pápi

Tsatsiki uppgötvaði fljótlega að neðansjávar skiptir engu máli þótt maður tali ekki sama tungumál og Pápi sinn. Allt var svo hljótt. Það eina sem hann heyrði var boblið í snorkunni. Fyrst var hann alltaf að hugsa: anda inn, anda út, anda inn, anda út, en smám saman kom það bara af sjálfu sér og Yanis kinkaði kolli til hans með viðurkenningarsvip.
 Hafið var svo spennandi. Það var fullt af fallegum fiskum og á botninum lágu allskyns dýrmætir fjársjóðir: krukkur og bollar, gamlir skór, kuðungar og skeljar, flöskur og pottar. Þetta var alveg stórskostlegt! Tsatsiki skildi vel af hverju Yanis vildi verða kolkrabbaveiðimaður. Og það ætlaði hann líka að verða.
 Pabbi kolkrabbi pikkaði í Tsatsiki og benti honum á stóra torfu af brúnum fiskum með langan sporð. Hann losaði um skutulinn og hleypti af. Spjótið þaut á fullri ferð og boraði löng loftbólugöng í gegnum vatnið og stakkst beint í stærsta fiskinn.
 - Vaá! sagði Tsatsiki og munnurinn fylltist af sjó.

(s. 27)

Fleira eftir sama höfund

Tsatsiki og Mútta

Lesa meira