Beint í efni

Tsatsiki og Mútta

Tsatsiki og Mútta
Höfundur
Moni Nilsson-Brännström
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Barnabókin Tsatsiki och Morsan eftir Moni Nilsson-Brännström í þýðingu Friðriks Erlingssonar.

Úr Tsatsiki og Mútta

Þeir fundu loks kennslukonuna þar sem hún stóð fyrir utan búðarglugga og horfði aðdáunaraugum á nærbuxur og brjóstahaldara.
 Hún opnaði dyrnar og hvarf inn í verslunina.
 - Hvað gerum við nú? spurði Pétur Hannes.
 - Við bíðum, sagði Tsatsiki.
 Þeir biðu og biðu en ekki kom kennslukonan út.
 - Förum bara inn, sagði Tsatsiki. Hún hefur kannski laumast út bakdyramegin.
 Það klingdi í bjöllu þegar þeir opnuðu dyrnar og smeygðu sér inn í búðina. Tsatsiki hafði ekki komið hingað áður. Hér voru líka bara nærbuxur, brjóstahaldarar og nælonsokkar! Alveg óteljandi. Það var næstum liðið yfir Tsatsiki. Hann greip í Pétur Hannes til að detta ekki um koll. En þar sem Pétur Hannes hafði ekki tekið ofan njósnagleraugun sá hann ekki mjög vel í kringum sig. Hann labbaði beint inn í hengi með rauðum brjóstahöldurum. Þeir hrundu niður og vöfðust utan um hann eins og slöngur.
 - Hjálp! æpti Pétur Hannes. Brjóstahaldararnir ráðast á mig.

(s. 17)

Fleira eftir sama höfund

Tsatsiki og Pápi

Lesa meira