Beint í efni

Þú sem ert á himnum: Rýnt í bresti biblíunnar með Guði almáttugum

Þú sem ert á himnum: Rýnt í bresti biblíunnar með Guði almáttugum
Höfundur
Úlfar Þormóðsson
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2010
Flokkur
Fræðibækur


Af bókarkápu:



Úlfar Þormóðsson er eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur hlotið dóm fyrir guðlast. Þó er hann mikill áhugamaður um biblíuna og kristna trú. Í þessari forvitnilegu bók leggur hann upp í leiðangur um hina helgu bók til að kynnast betur guði. Og hver er betri ferðafélagi í slíkri för en guð sjálfur?



Á ferð sinni hnýtur Úlfar um fjölmargt sérkennilegt í biblíunni og kemst að því að sá himnafaðir sem þar er að finna er býsna ólíkur þeim góðlátlega guði sem kirkjan boðar að vaki yfir velferð okkar.



Úr Þú sem ert á himnum:



Eins og þú veist segir biblían tvær ólíkar sköpunarsögur. Sú fyrri byrjar á því sem mér var kennt ungum: ,,Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.“ Ég trúði þessu; afi minn sagði það og kennarinn sagði það. Presturinn líka. Hann mælti fyrir þína hönd og kirkjunnar. Þeir tala svona enn þann dag í dag. Kirkjan fræddi okkur og bjó okkur undir lífið. Við bárum óskorað traust til hennar. Við trúðum.



,,Og dauðans skelfing ef hún bregst, er dregin á tálar, svikin, það er gagnstætt öllu eðli og rökum, eins og allt sem er synd, þ.e. uppreisn gegn lífslögum skaparans,“ skrifar gamli Íslandsbiskupinn í Moggann sinn um trú barnanna. Þetta ritar hann þrátt fyrir að kirkjan hans hafi farið býsna óvarlega með sannleikann fyrir æsku heimsins í árhundruð, brugðist trausti hennar og dregið hana á tálar. Barnatrúin, sem verður til þegar prestar, foreldrar og fullorðnir svara börnum með samræmdum ósannindum, er óheil og ósatt flest það sem átti yfir að ganga ef þau færu ekki að boði guðs, ósköpin öll sem í stefndi ef þau gleymdu faðirvorinu, bænaversunum eða öðru því sem fylgir guðstrúnni. Þau sem við bárum fyllsta traust til hræddu okkur í faðm kirkjunnar með því að breyta einlægni okkar í ótta, guðhræðslu.



(s. 11-12)


Fleira eftir sama höfund

Sódóma - Gómorra

Lesa meira

Sambönd: eða blómið sem grær yfir dauðann

Lesa meira

Ákæran: Sóknarnefndin gegn Séra Páli

Lesa meira

Þrjár sólir svartar

Lesa meira

Syngjandi fiskur

Lesa meira

Á fullu tungli

Lesa meira

Hrapandi jörð: Skáldsaga um Tyrkjaránið

Lesa meira

Rauð mold: Skáldsaga um Íslendinga í Barbaríu

Lesa meira

Hallgrímur: Skáldsaga um ævi Hallgríms Péturssonar

Lesa meira