Beint í efni

Sítrónur og saffran

Sítrónur og saffran
Höfundur
Kajsa Ingemarsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2010
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

Agnes er komin í óskastöðu. Hún er orðin yfirþjónn á fínasta veitingastað Stokkhólms, sæti kærastinn hennar er frægur gítarleikari og hún á frábæra vinkonu sem styður hana í einu og öllu.

En á einni kvöldstund breytist allt; hún er rekin úr vinnunni og kærastinn tekur bakröddina með risabrjóstin fram yfir hana. Agnes þarf að byrja aftur frá byrjun og læra sitthvað um ástina um leið og hún uppgötvar nýjar hliðar á vináttunni.

Sítrónur og saffran er saga um sorgir og sigra, ástir og vináttu, mat og mannlíf eftir einn vinsælasta rithöfund Svíþjóðar. Kajsa er þekkt dagskrárgerðar- og leikkona sem hefur þegar gefið sex  skáldsögur og nýtur mikillar hylli í Skandinavíu.

Úr bókinni 

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem karlmaður káfaði á brjóstunum á henni. Þetta var heldur ekki í fyrsta skipti sem karlmaður másaði í eyrað á henni og þrýsti stinnum lim sínum upp að henni. En þetta var í fyrsta skipti sem einhver gerði slíkt gegn vilja hennar.
   Agnes þrýstist upp að köldum og rökum múrsteinsvegg vínkjallarans og fann að hann hafði þegar rispað húðina á hægri öxlinni. Hún heyrði gormælta röddina hvæsa í eyra sér. Salope! Gérard tók aðra höndin af brjóstinu og fór að þreifa fyrir sér á milli læranna á henni. Agnes stóð stjörf eins og smávaxni, þybbni Frakkinn, sem nú blótaði hnésíðu pilsinu hennar, hefði lamað hana með sínum kámugu krumlum og frönsku klúryrðum.
   Til að byrja með hafði hún auðvitað mótmælt. Sagt nei og afsakaðu, reynt að nota þessar venjulegu aðferðir. Forðast hann og vikið sér undan. Reynt að sjá til þess að vera ekki ein. En það var engin undankomuleið þegar hún var einsömul niðri í vínkjallaranum. Gérard Gabrol var yfirmaður hennar og hann áleit augljóslega að hann ætti rétt á ákveðinni þjónustu af hálfu starfsfólksins. Klapp á rassinn hafð hún fyrir löngu sætt sig við og kynferðislegar glósur um útlit hennar komu henni ekki einu sinni lengur til annars en að lyfta brúnum. Hún hugsaði með sér að slíkt yrði hún að þola, þetta fylgdi einfaldlega starfinu. En um aðstæðurnar sem hún var stödd í núna gegndi öðru máli, allt öðru, því áttaði Agnes sig líka á.

(s. 5)

 

Fleira eftir sama höfund

Allt á floti

Lesa meira