Beint í efni

Allt á floti

Allt á floti
Höfundur
Kajsa Ingemarsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

Metsöluhöfundurinn Stella Friberg hefur allt sem ein kona getur óskað sér: fegurð, auðæfi og frægan og valdamikinn kærasta. Bækur hennar um einkaspæjarann Francisku Falke eru vinsælar um allan heim Í þrátt fyrir afleita dóma menningarvitanna Í en þegar hún er að skrifa síðustu bókina í seríuna kemur upp leki í glæsilega baðherberginu hennar. Hún þarf að þola píparann Jonna yfir sér alla daga og fær alvarlega ritstíflu sem ekki kætir útgefanda hennar. Ekki bætir úr skák þegar ókunnug kona fer að ásækja hana og segist vera Franciska.

Allt á floti gefur meinfyndna innsýn í útgáfuheiminn og raunir rithöfunda. En sagan er líka athugun á kjörum fræga fólksins og bakhliðinni á hinu ljúfa lífi.

Úr bókinni

Stella fitlaði við símann. Átti hún að hringja í lögregluna og tilkynna að kona elti hana? Hún vissi að það yrði forsíðufrétt í síðdegisblöðunum. Það nægði að einhver ljóska í íþróttafréttunum fengi aðdáendabréf þá básúnaði síðdegispressan Sjónvarpsstjörnu hótað lífláti. Hvað myndu þeir þá ekki gera ef Stella Friberg væri elt af brjáluðum lesanda? Hún sleppti símanum. Það var ekki þess virði. Ekkert hafði komið fyrir. Henni var ekki hótað lífláti, ekki svo hún vissi allavega, og engu hafði verið stolið. Eiginlega var ekkert annað að tilkynna en að kona hefði staðið fyrir utan hjá henni og viljað ræðu um bækur. Lögregla myndi örugglega ekki gera neitt. Var þetta þess virði að fá einn umgang á forsíðunum?
   Hún stóð upp og gekk fram í eldhús. Sushipokinn stóð enn í ganginum. Hún var ekki lengur svöng en neyddi sig samt til að ná í hann. Mísósúpuna gæti hún borðað, hugsaði hún þegar hún plokkaði plastlokið af og fékk sér sopa. Hún hafði kólnað en kunnuglegt bragðið af tærri, saltri súpunni róaði hana dálítið.
   Hún sat um stund við við eldhúsborðið sem breiddi autt úr sér beggja vegna. Það var hljótt í íbúðinni þegar þessi Jonni var ekki þar. Hún var næstum búin að venjast bankinu og braukinu í houm. Áður hafði hún þráð ró og næði en nú var þögnin næstum ærandi.

(s. 211)

Fleira eftir sama höfund

Sítrónur og saffran

Lesa meira