Beint í efni

Radíó Selfoss

Radíó Selfoss
Höfundur
Sölvi Björn Sigurðsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Skáldsögur

Af bókarkápu:

Í Hagahverfinu á Selfossi geisar skandinavískt milliríkjastríð. Sigurður Óli er nýfluttur á Selfoss með fjölskyldu sinni frá Danmörku, en hinum megin götunnar býr hinn ,,sænski og sérkennilegi Einar Andrés. Sigurður Óli hættir sér yfir ,,blessað Eyrarsundið, eins og pabbi hans, Svíahatarinn, kallar götuna, og með þeim Einari og Andrési tekst náin vinátta. Saman ganga þeir í gegnum gleði og sorgir, kynnast ástinni og ekki síst eigin uppruna.


Úr Radíó Selfoss
:

Á morgni fyrsta sumardagsins stóð rautt sanserað torfæruhjól með hjálpardekkjum á miðju stofugólfinu í Haganum. Ég strauk hendi yfir gljáandi krómið. Þetta var án nokkurs vafa flottasta hjólið á Selfossi. Ég þurrkaði stírurnar úr augunum. Lagðist á gólfið með hjólið í fanginu. Það lyktaði af rauðu gúmmíi. Dauf angan af smurolíu á nýsprautaðri keðjunni.

- Sestu, sagði pabbi og lyfti mér upp á eldrauðan hnakkinn. Fæturnir á pedalana.

Ég spyrnti. Hjólið færðist úr stað. Vaggandi sigldi ég heilan hring í eldhúsinu.

- Nýtt innanhússmet. Eldhúshringurinn á aðeins sjö sekúndum!

Eftir fáeina hringi var ákveðið að færa gripinn út fyrir eldhúsmörkin. Pabbi bar hjólið út á stétt og sagði mer að taka af stað. Ég settist aftur, lagðist á hliðina og datt þrátt fyrir hjálpardekkin. Það tók mig nokkrar tilraunir að ná valdi á hjólinu en eftir fáeina daga var ég kominn í remstu röð ungra hjólreiðamanna á Selfossi. Krakkarnir hópuðust að og störðu agndofa á skínandi BMX-hjólið, sérpantað frá Kaupmannahöfn. Ég naut virðingar hinna útvöldu, þeyttist götuendanna á milli og sentist með dót fyrir húsmæður. Að lokum voru hjálpardekkin skrúfuð af og dásemdir fullnuma hjólreiðamennsku tóku við.

Það besta við hjólreiðarnar var endalaust flatlendið á Selfossi.

- Svona var þetta í Köben, sagði pabbi með saknaðarblik í augunum.

Ég veifaði heilsuhraustum mæðrum frá gangstéttum sem héldu því fram að Selfoss væri sannarlega dásamlegasti bær á Íslandi. Það kom ekki að sök þótt mennirnir færu á bílnum í vinnuna, þær hjóluðu bara hvert sem var og ekkert varð nokkru sinni í veginum. Þetta var flatasta bæjarfélag á landinu.

(62-3)

Fleira eftir sama höfund

Ást og frelsi

Lesa meira

Vökunætur glatunshundsins

Lesa meira

Gleðileikurinn djöfullegi

Lesa meira

Fljótandi heimur

Lesa meira

Blóðberg

Lesa meira

Ljóð ungra skálda

Lesa meira

100 þýdd kvæði og fáein frumort

Lesa meira

Strumparnir: hvar er gáfnastrumpur?

Lesa meira

Min mors sidste dage

Lesa meira