Beint í efni

Fljótandi heimur

Fljótandi heimur
Höfundur
Sölvi Björn Sigurðsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2006
Flokkur
Skáldsögur

Úr Fljótandi heimi:

BAYWATCH, JOHNNIE WALKER, MARTIN LUTHER KING

Sljór af Uppljómunum Stelpunnar á Fylgihlutaverkstæðinu lyppaðist ég niður í útkima hvelfingarinnar. Töflurnar halda Verkamönnunum í fjarlægð, en þær hafa losandi áhrif á þvagblöðruna. Þykkara en ég á að venjast skila ég þvaginu af mér í klósett skammt frá ganginum og geng aftur út í salinn. Til Verkamannanna sést nú hvergi, fremur en þeir hafi nokkru sinni látið á sér kræla.

Í einhverja klukkutíma rölti ég stefnulaust um hvelfingu Bókasafnsins á milli þess sem ég tyllti mér og las. Í þremur litlum klefum í hliðarálmu út frá aðalsalnum voru lítil sjónvörp þar sem gestum safnsins bauðst að velja sér myndefni. Ég fletti gegnum stöðvarnar en fann ekkert sem ég hafði sérstakan áhuga á. Á endanum sættist ég á Baywatch og horfði á tvo þætti í röð. Síðan stóð ég up og hélt áfram ferð minni um safnið.

Í suðurálmunni kom ég að fallega útskorinni hurð úr einhvers konar harðviði; ég giskaði á eik, jafnvel hlyn. Myndin sem hafði verið skorin út í viðinn var af Jack Daniel, viskíframleiðanda, en fyrir neðan hana var áletrunin: ,,Vegir Drykkjaþýðandans eru vandrataðir, vegir hins drukkna eru gleiðir. Ég bankaði á hurðina og beið eftir svari. Að lokum var kallað innan úr herberginu og ég reið á vaðið.
(136-7)

Fleira eftir sama höfund

Ást og frelsi

Lesa meira

Vökunætur glatunshundsins

Lesa meira

Radíó Selfoss

Lesa meira

Gleðileikurinn djöfullegi

Lesa meira

Blóðberg

Lesa meira

Ljóð ungra skálda

Lesa meira

100 þýdd kvæði og fáein frumort

Lesa meira

Strumparnir: hvar er gáfnastrumpur?

Lesa meira

Min mors sidste dage

Lesa meira