Beint í efni

Líkvaka

Líkvaka
Höfundur
Guðmundur S. Brynjólfsson
Útgefandi
Sæmundur
Staður
Selfoss
Ár
2015
Flokkur
Skáldsögur

um bókina

Engilbert kynnist ungur ofbeldi og djöfulskap mannlífsins. Uppkominn samsamar hann sjálfsmynd sína kenningum heilagrar ritningar þar sem hann sjálfur er andstæða mannssonarins. Skólaganga, sjómennska, stofnanavist og sólarströndin á Spáni litast jafnan af dökkleitu skopskyni og takmarkaðri ást sögupersónunnar á sjálfri sér og samferðamönnum. 

Glæp Engilberts er lýst í smáatriðum og hann er að vonum óhugnanlegur en um leið rökrétt endurspeglun þeirrar hliðar sem heimurinn snýr að honum allt frá barnæsku.

úr bókinni

Það var ekkert haft við þegar ég lauk stúdentsprófinu. Þetta var heitur vordagur og ég var eins og kafloðinn hundur í sólskini. Mér leið illa.
   Ég fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sögu. Það kvaldi mig að þurfa að taka á móti þeim verðlaunum. Það mætti enginn frá minni fjölskyldu við þessa útskrift. Enda átti ég ekki fjölskyldu þegar þarna var komið sögu. Þegar ég varð stúdent hafði móðir mín afneitað mér, vegna þess að ég tók ekki lyfin. Ekki réttu lyfin að hennar mati. Reyndar tók ég amfetamín og hvítvín. Annað ekki. Það var annað en það sem mamma vildi sjá og ekki að læknisráði.
   Útskriftarathöfnin fór fram á sal skólans. Þetta var dæmigerð leiðinleg útskrift fyrir utan að það flaug þúfutittlingur inn um glugga og flögraði í óttablöndnu æði um salinn og drap sig að endingu á því að fljúga á staf sem hélt uppi flúorljósi. Fjaðrir og fiður tættust af honum og svifu yfir náttúrulausar kerlingar sem sátu þarna til þess eins að upphrokast af prúðbúnum sprenglærðum barnabörnum.
   Það var áberandi færra af körlum við þessa útskrift enda Liverpool að keppa við Manchester United í beinni útsendingu á sama tíma. Ég fór til sjós um kvöldið þegar hinir drukku sig fulla. 
   Það var einn togari í plássinu. Ég komst á hann fyrir misskilning. Það var vond sjóferð. Samt var ég ekki sjóveikur. Heldur ekki sjóhræddur. En það dó maður Saklaus af syndum heimsins. Slys.
   Ég fór ekki aftur. Mér bauðst það, en mér var nóg boðið.

(52-53)

Fleira eftir sama höfund

Eitraða barnið

Lesa meira

At og aðrar sögur

Lesa meira

Svartlyng

Lesa meira

Endalok alheimsins

Lesa meira

Kattasamsærið

Lesa meira

Þvílík vika

Lesa meira

Gosbrunnurinn : sönn saga af stríði

Lesa meira

Þögla barnið

Lesa meira

Tímagarðurinn : eða Leitin að fegurðinni

Lesa meira