Beint í efni

Langelstur í leynifélaginu

Langelstur í leynifélaginu
Höfundur
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Útgefandi
Bókabeitan
Staður
Reykjavík
Ár
2018
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Áður var Rögnvaldur langelstur í bekknum en nú hafa hlutverkin snúist við og Eyja er orðin langyngst á dvalarheimilinu með tilheyrandi gríni og glensi.

Eftir skemmtilegan skólavetur eru vinirnir Eyja og Rögnvaldur komin í sumarfrí!

Þegar hinn háaldraði Rögnvaldur flytur á dvalarheimili fær Eyja að fylgja honum á meðan foreldrar hennar eru fastir í vinnu. Fljótlega bætast fleiri krakkar úr bekknum í hópinn.

Saman stofna þau leynifélag og leggja ýmislegt á sig til að komast að því hvort forstöðukona heimilisins sé raunveruleg manneskja eða illt og sálarlaust vélmenni!

Úr bókinni

Rögnvaldur strýkur fingri yfir gluggakistuna, sem er svo vandlega pússuð að ekki eitt einasta rykkorn situr eftir á fingrinum. 
   „Alltof hreint," hnussar hann og kíkir því næst inn á baðherbergið, sem er svo hvítt og glansandi að Eyja sér gamla karlinn speglast í flísunum.
   „Vá, Rögnvaldur, sjáðu hvað þetta er flott rúm! Það er með fjarstýringu og allt," segir Eyja og hoppar beina leið upp í vandlega uppbúið sjúkrarúmið.
   Hún kemur sér fyrir í rúminu eins og geimfari, telur niður frá tíu og ýtir á alla takkana á fjarstýringunni. Rúmið rykkist upp og niður og fljótlega er Eyja komin hálfa leið til tunglsins í huganum. Næst sendir hún rúmið svo hratt upp í loft að maginn snýst heilan hring svo hún lækkar sig aftur, alla leið niður að gólfi. Vá ég verð að eignast svona geimfar, hugsar Eyja þegar maginn róast. Svo leggur hún orðið sjúkrarúm á minnið fyrir næsta afmælisóskalista.

(s. 36-37) 

 

Fleira eftir sama höfund

Stórhættulega stafrófið

Lesa meira

Vinur minn, vindurinn

Lesa meira

Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni

Lesa meira

Langelstur að eilífu

Lesa meira

Búðarferðin

Lesa meira

Vinur minn, vindurinn

Lesa meira

Kennarinn sem hvarf - sporlaust!

Lesa meira

Næturdýrin

Lesa meira

Sjáðu mig, sumar!

Lesa meira