Beint í efni

Langelstur að eilífu

Langelstur að eilífu
Höfundur
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Útgefandi
Bókabeitan
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Dag einn er lífi Eyju snúið á hvolf. Mamma og pabbi færa henni gleðifréttir – sem gleðja bara alls ekki neitt.

Á sama tíma hrakar heilsu Rögnvaldar, hins 97 ára gamla besta vinar hennar og bekkjarfélaga. Eyju finnst eins og allt sé að breytast, allt of hratt!

Svo fær Eyja frábæra hugmynd! Eftir dálitlar samningaviðræður tekst henni að sannfæra Rögnvald og vinirnir halda í skemmtileg, hættuleg og spennandi ævintýri!
Eyja lærir að oft er stutt á milli sorgar og gleði og að stórar breytingar þurfa alls ekki að vera svo slæmar.

Úr bókinni

Eyja man eftir að hafa séð barnagull á Byggðasafninu. Í gamla daga áttu börn ekki fín leikföng heldur léku sér með leggi, skeljar, steina og trjágreinar. Þegar fólk hafði borðað sviðakjamma fengu börnin að eiga kjálkabeinin og höfðu þau fyrir hesta eða byssur.
   „Það verður gott fyrir þig að eignast lítinn bróður, Eyja. Það besta sem ég átti í mínu lífi var stóra systir mín. Blessuð sé minning hennar. Við vorum óaðskiljanleg fram á síðasta dag. Vittu til, vina mín. Litli bróðir verður eflaust þinn allra besti vinur þegar fram líða stundir." 
   „En ... þú ert besti vinur minn," segir Eyja og hrukkar ennið. 
   „Jú, jú. En nú líður að endalokum hjá mér. Þá er gott að annar fylli í skarðið."
   Líður að endalokum? Fylli í skarðið? Eyja á erfitt með að skilja hvað gamli maðurinn á við. Hún ætlar að spyrja Rögnvald hvað hann meini en þá glymur skólabjallan og þau þurfa að drífa sig inn.

(s. 29)

 

Fleira eftir sama höfund

Stórhættulega stafrófið

Lesa meira

Vinur minn, vindurinn

Lesa meira

Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni

Lesa meira

Búðarferðin

Lesa meira

Vinur minn, vindurinn

Lesa meira

Kennarinn sem hvarf - sporlaust!

Lesa meira

Næturdýrin

Lesa meira

Langelstur í leynifélaginu

Lesa meira

Sjáðu mig, sumar!

Lesa meira