Beint í efni

Kvíðasnillingurinn : skáldsaga í hæfilegri lengd

Kvíðasnillingurinn : skáldsaga í hæfilegri lengd
Höfundur
Sverrir Norland
Útgefandi
Tunglið
Staður
Reykjavík
Ár
2013
Flokkur
Skáldsögur

Úr bókinni

Ég var á þeim buxunum að fá mér kríublund þegar síminn hringdi. Og þótt ég væri kannski ekki beinlínis að spá í innstu rök tilverunnar, var ég að minnsta kosti að velta vöngum yfir ýmsu sem hvíldi þungt á ungum, næmgeðja mönnum í upphafi 21. aldarinnar, til dæmis þeirri staðreynd að í Evrópu einni voru nú um 600 virk gereyðingarvopn sem þurrkað gætu út lífið í heimsálfunni á nokkrum andartökum. Og ég var að hugsa um gróðurhúsaáhrif og ástarsorgina sem Heiða olli mér og hnignum íslensks ritmáls og Internetið og sitthvað fleira skelfilegt.

Og ég vafði mér sígarettu og ákvað um leið og ég blés frá mér fyrsta reykskýinu að flosna upp úr námi.

Mér fannst eitthvað ákaflega skáldlegt við að flosna upp úr námi.

Bara þetta orð: flosna.

Leigusalinn minn hafði leitað inngöngu í kjallaraíbúðina mína í drjúgan hálftíma, eða rúma klukkustund, eða lengur, og var nú byrjaður að æpa og sparka tréfætinum í útidyrahurðina og orga sínum hása sótraftarómi yfir þetta óþolandi vélræna glamur í dyrabjöllunni: „Steinar! Viltu drattast til að opna!“

(27-8)

 

Fleira eftir sama höfund

Með mínum grænu augum

Lesa meira

Suss! Andagyðjan sefur

Lesa meira

Manneskjusafnið (skáldsaga í hæfilegri lengd)

Lesa meira

Erfðaskrá á útdauðu tungumáli (ljóð)

Lesa meira

Heimafólk (sögur)

Lesa meira

Fallegasta kynslóðin er alltaf sú sem kemur næst (skáldsaga í hæfilegri lengd)

Lesa meira

Kvíðasnillingarnir

Lesa meira

Fyrir allra augum (skáldsaga)

Lesa meira

Stríð og kliður : hvað verður um ímyndunaraflið?

Lesa meira