Beint í efni

Í allri sinni nekt

Í allri sinni nekt
Höfundur
Rúnar Helgi Vignisson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2000
Flokkur
Smásögur

Úr Í allri sinni nekt:

Þú ert að djóka. Svoleiðis félagsskapur er ekki til.
Þetta er alveg satt. Maður sver þess eið að sofa ekki hjá karlmanni og fara ekki í sambúð, hvað þá að eignast barn.
Nei, hættu nú, sagði hann hlæjandi. Svona gera menn ekki nema í gríni nú á dögum. Ekki fullorðið fólk allavega. Þú platar mig ekki svona.
Alveg satt. Ég er búin að vera í sambandinu í nokkur ár. Neeei, láttu ekki svona, sagði hann glettnislega og tók um mittið á henni. Stríðnispúki ertu, og kyssti hana á hálsinn. Heldurðu að ég sjái ekki í gegnum svona, góða mín?
Ég skal sýna þér félagsskírteinið mitt, sagði hún og seildist eftir veskinu sínu. Sjáðu bara!
Hún rétti honum spjald.
„Það staðfestist hér að Dagbjört Guðbjörnsdóttir er félagi í Piparmeyjasambandi Íslands,“ las hann. Merki og allt! Þið eruð aldeilis svalar. Þetta minnir á Hrekkjalómafélagið í Eyjum. En þið platið mig ekki svona glatt, sagði hann og seildist eftir henni aftur.
Þetta er ekkert grín! Þetta er háalvarlegur félagsskapur með stjórn og öllu.
Þú ætlar kannski að segja mér líka að þið séuð undir eftirliti? Að þið gerið út eftirlitssveitir til að fylgjast með félagskonum? Svona eins og foreldravaktina?
Heldurðu að það fréttist ekki allt hér? Þær verða búnar að frétta þetta strax eftir helgi, ef ekki fyrr.
Ja hérna, við erum bara í vondum málum, sagði hann og færði sig frá henni. Hvað er til ráða?
Æi, gleymum þessu. Ég verð bara að skrapa saman fyrir sektinni.

(s. 87)

Fleira eftir sama höfund

Ást í meinum

Lesa meira

Ekkert slor

Lesa meira

Hermandad femenina

Lesa meira

Of og van

Lesa meira

Furðufuglar og fylgifiskar: Áströlsk kvikmyndagerð í ljósi innlendra og erlendra menningarstrauma

Lesa meira

Eftirbátur

Lesa meira

Ástfóstur

Lesa meira

Feigðarflan

Lesa meira

Strandhögg

Lesa meira