Beint í efni

Ástfóstur

Ástfóstur
Höfundur
Rúnar Helgi Vignisson
Útgefandi
Óskráð
Staður
Reykjavík
Ár
1997
Flokkur
Skáldsögur

Úr Ástfóstri:

Orð guðfræðingsins leituðu enn á móður mína þar sem hún lá á sjúkrastofu ásamt sex öðrum konum á ólíku reki: fósturdeyðing, fósturmorð. Hún skotraði augunum á hinar konurnar á stofunni – ekkert morðingjalegt við þær. Líktust meira fórnarlömbum þar sem þær lágu og biðu örlaga sinna. Ein af annarri voru þær fluttar upp á aðra hæð, undirbúnar með kæruleysissprautu. Yrði hún næst? Kvíðinn vék ekki frá henni og sem snöggvast óskaði hún þess að þeir væru hjá henni, sinn til hvorrar handar, haldgóðir og traustir. Henni leið eins og tré í miðri Sahara.
Hún var fjórða í röðinni. Fékk sína sprautu og gott ef hún fór ekki að raula, slík var vellíðanin. En eftir að hún fékk svæfingasprautuna mundi hún ekkert fyrr en ópersónuleg rödd sagði: Vaknaðu, vaknaðu!
Aðgerðin var afstaðin. Hún hafði legið meðvitundarlaus, útglennt fyrir framan hjúkrunarfólkið, látið það pota upp í sig með töngum og skafa lífið innan úr sér.
Allt farið – ekkert eftir.
Meira að segja veggirnir á stofunni voru berir. Nístingsberir.
Hún var flutt að nýju niður á sjúkrastofuna. Fram yfir hádegi mókti hún og svaf á víxl. Þegar bráði af henni reyndi hún strax að flýja yfir á hina hliðina, dró það í lengstu lög að stíga fram úr rúminu og horfast í augu við veruleikann. Að endingu gat hún ekki beðið lengur með að fara á salernið. Hrædd stiklaði hún fram á kyrtlinum. Það var stór bleia milli fóta henni. Blóðdræsur fylgdu þvaginu. Hún hefði ekki átt að kasta augunum til þeirra, því nú brast hún í grát, hágrét inni á klósetti á framandlegri stofnun. Hún grét yfir því að hafa þurft að taka svo voðalega ákvörðun. Hún grét yfir þeim hremmingum sem hún hafði gengið í gegnum undanfarnar vikur. Hún grét yfir því að vita ekki hvort hún hafði gert rétt. Örmagna strá í vindi.

(s. 87)

Fleira eftir sama höfund

Ást í meinum

Lesa meira

Ekkert slor

Lesa meira

Í allri sinni nekt

Lesa meira

Hermandad femenina

Lesa meira

Of og van

Lesa meira

Furðufuglar og fylgifiskar: Áströlsk kvikmyndagerð í ljósi innlendra og erlendra menningarstrauma

Lesa meira

Eftirbátur

Lesa meira

Feigðarflan

Lesa meira

Strandhögg

Lesa meira