Beint í efni

Hugvillingur

Hugvillingur
Höfundur
Úlfar Þormóðsson
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Rithöfundur er að skrifa um trú og vantrú og furðurnar í lífi sínu þegar einkennileg skilaboð birtast á tölvuskjánum hans og farsíminn fer að haga sér undarlega. Skilaboðin eiga rætur sínar að rekja til háttsetts embættismanns er býr yfir upplýsingum um myrkraverk sem verið er að fremja innan stjórnkerfisins. Hann vill fá rithöfundinn til að rannsaka málið og gera það opinbert.

Hér sýnir Úlfar Þormóðsson á sér nýja hlið í bók sem er í senn lýsing á veröld sem var og manngerðum ógnum í nútímanum sem eru að fléttast inn í veruleika okkar.

Úr Hugvillingi

Meðan ég virti fyrir mér þessi hamskipti framan við Brynju rifjaðist upp fyrir mér saga af ráðuneytismanni sem ég átti lítils háttar samskipti við fyrir mörgum árum. Þá hafði ég ekki heyrt söguna þar sem segir frá því að hann hafi verið í þunglyndiskasti og ætlað að ljúka lífinu með ákveðnum hætti en ekki haft undir höndum það sem til þurfti. Hann fór því í Brynju og bað um snæri. Afgreiðslumaðurinn kom með hönk og spurði hvað hann vildi mikið. "Fjóra, fimm metra," svaraði maðurinn en sá um leið hvað snærið var veigalítið og spurði hvort ekki væri til traustara band. "Reipi, kannski?" spurði afgreiðslumaðurinn. Það komu vomur á kaupandann svo búðarmaðurinn innti hann eftir því til hvers hann ætlaði að nota þetta. "Ég ætla að hengja mig," svaraði hann um hæl. "Þá skaltu taka nælonband, það er mikið brúkað og hefur gefist vel," sagði búðarmaðurinn og rétti fram lipurt tóg, grænleitt. Á meðan viðskiptavinurinn fór höndum um það, upplýsti sölumaðurinn að nælon rynni mjög vel í lykkjunni og legðist þétt að. "Kanntu hnútinn?" spurði hann svo um leið og hann skar sex metra af hönkinni. "Ég þekki rembihnút og skjalahnút," svaraði maðurinn. "Þeir duga hvorugur," sagði búðarmaðurinn og liðkaði taugina milli handa sér, henti hana á lofti, gerði lykkju, tók annan endann og brá honum fimm sinnum um tauminn, stakk honum svo inn í bragðið um leið og hann fræddi sinn viðskiptamann um gildi hnúta. Almennt. Maðurinn kunni svo vel að meta þessa þjónustu að hann keypti tvisvar sinnum sex metra af tógi, tvær fjögurra gata stálplötur, hvora með áföstum krók, galvaníseruðum, átta gildar skrúfur og rafknúið stjörnuskrúfjárn. Þetta tók hann með sér í vinnuna, honum hafði snúist hugur.

(25-27)

Fleira eftir sama höfund

Sódóma - Gómorra

Lesa meira

Sambönd: eða blómið sem grær yfir dauðann

Lesa meira

Ákæran: Sóknarnefndin gegn Séra Páli

Lesa meira

Þrjár sólir svartar

Lesa meira

Syngjandi fiskur

Lesa meira

Á fullu tungli

Lesa meira

Hrapandi jörð: Skáldsaga um Tyrkjaránið

Lesa meira

Rauð mold: Skáldsaga um Íslendinga í Barbaríu

Lesa meira

Hallgrímur: Skáldsaga um ævi Hallgríms Péturssonar

Lesa meira