Beint í efni

Hilduleikur

Hilduleikur
Höfundur
Hlín Agnarsdóttir
Útgefandi
Ormstunga
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Í ekki allt of fjarlægri framtíð á Hilda í baráttu við öldrunariðnaðinn í líki fyrirtækisins Futura Eterna sem sér um skipulagningu ævikvöldsins.
Hún er ljóðelsk kona, telst vera komin á „aflifunaraldur“ en sættir sig ekki við þá skilgreiningu og atburðarásin tekur óvænta stefnu. Spennandi, harmræn og launfyndin framvinda með óvæntum endi kallast á við óvenjulegt pestarástand samtímans með gagnrýnum undirtón.

Hilduleikur er þriðja skáldsaga Hlínar Agnarsdóttur. Áður hafa komið út eftir hana Hátt uppi við Norðurbrún (2001) og Blómin frá Maó (2009). Að auki skrifaði hún bókina Að láta lífið rætast – ástarsaga aðstandanda (2003) sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis.

 

Fleira eftir sama höfund

Yfirsjónir

Yfirsjónir

Yfirsjónir er „sagnasveigur um hrollvekjandi nánd“ sem einvörðungu kemur út á Storytel. Í sögunum, sem eru tengdar smásögur, er fjallað um samskipti kynjanna og í þeim öllum er einhvers konar ofbeldi í spilunum.
Lesa meira