Beint í efni

Bróðir Lúsifer

Bróðir Lúsifer
Höfundur
Friðrik Erlingsson
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
2000
Flokkur
Skáldsögur

Úr Bróðir Lúsifer:

Heimsóknardagur.
 Orðið sem fyllti alla undarlegum kvíða. Sumir mislinganna gengu með veggjum dagana á undan og misstu matarlystina, aðrir urðu ofurkátir. Engum leið vel.
 Svo rann dagurinn upp. Það var sunnudagur og bílar renndu í hlað. Foreldrar, frændfólk eða systkin stigu út og litu í kringum sig, gáðu til veðurs, horfðu yfir hraunið. Þetta var fallegur dagur. Einhverjir könnuðust hver við annan og kinkuðu kolli eða skiptust á nokkrum orðum. Það var eins og fólkið hefði hist hér af tilviljun í bíltúr á sunnudegi, það benti út í hraunið og sagði: Er þetta ekki makalaust fallegt? Enginn horfði heim að bænum frekar en húsin væru ekki til. Kannski óskuðu allir þess að vera einhversstaðar annars staðar í dag en einmitt hér.
 Smám saman tíndust lúpulegir drengir út á hlað, vatnsgreiddir í sparifötum, stilltu sér upp, biðu. Þeir stóðu langt hver frá öðrum og horfðu hver í sína áttina, mislingarnir sem alltaf héldu hópinn; í dag voru þeir ekki hópur. Í dag stóðu þeir einir og biðu eftir stóru stundinni þegar foreldrar eða ættingjar færðu sig nær. Sumir lágu inn í koju og vildu ekki koma út, vonbrigðin frá síðasta heimsóknardegi ekki fyrirgefin enn. Aðrir hlupu skælandi í fangið á einhverjum, pabba, mömmu, systur eða frænda.
 Nokkrir sáust hvergi.
 Og eins og ævinlega voru einhverjir sem höfðu engrar heimsóknar að vænta. Þeir höfðu heldur ekki fyrir því að fara í spariföt en sátu undir vegg og fylgdust með hinum. Kannski voru þeir fegnastir allra þennan undarlega dag.
 Séra Ósvald gekk á milli og var hlýlegur, heilsaði gestum með handabandi og klappaði drengjunum föðurlega á kollinn.

(s. 65-66)

Fleira eftir sama höfund

Benjamín dúfa

Lesa meira

Litla lirfan ljóta

Lesa meira

Litla lirfan ljóta

Lesa meira

Vetrareldur

Lesa meira

Vetrareldur

Lesa meira

Afi minn í sveitinni

Lesa meira

Benjamin due

Lesa meira

Benjamín dúfa

Lesa meira

Benjamín dúfa

Lesa meira