Beint í efni

Albúm

Albúm
Höfundur
Guðrún Eva Mínervudóttir
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Skáldsögur

Af bókarkápu:

Albúm geymir níutíuogníu myndir úr lífi ungrar stúlku, myndir sem ýmist eru hversdagslegar, skrítnar, ísmeygilegar eða sárar. Albúm er þriðja skáldsaga Guðrúnar Evu sem einnig hefur sent frá sér smásagnasafn, ljóð og heimspekilegar smásögur fyrir börn.

Úr Albúmi:

Bróðir minn, pabbi hans og ég vorum að spila fótbolta á stórum malarvelli þegar bróðir minn datt á hnén og fór að gráta og hljóp heim til ömmu sinnar sem bjó þar skammt frá. Pabbi hans hrópaði á eftir honum og kallaði hann grenjuskjóðu. Svo héldum við áfram að spila og ég datt á andlitið en mig langaði ekki að vera kölluð grenjuskjóða svo ég hélt áfram að spila með kökk í hálsinum. Stundum þegar komu gestir sagði pabbinn söguna af því þegar bróðir minn faldi sig grenjandi í pilsum ömmu sinnar en sú litla hefði haldið áfram að spila eftir að hafa skafið upp hálfan völlinn með andlitinu. Ég þurfti hreinlega að tína grjótið innan úr vörunum á henni, sagði hann og í hvert sinn sem hann sagði þessa sögu hljóp bróðir minn inn í herbergi og lokaði á eftir sér. Ég vorkenndi honum svolítið en gat samt ekki stillt mig um að baða mig í aðdáun fóstra míns.

(s. 38)

Fleira eftir sama höfund

Allt með kossi vekur

Lesa meira

Rencontres

Lesa meira

Les pieds de la libraire

Lesa meira

Il circo dell arte e del dolore

Lesa meira

The Creator

Lesa meira
útsýni

Útsýni

Sigurlilja er ung kona „sem passar ekki inn í normið“, eins og móðir hennar segir, og gædd óvenjulegri gáfu sem einfaldar ekki líf hennar.
Lesa meira

Essay on Happiness (brot)

Lesa meira

Skaparinn

Lesa meira

Haraldur gastrósóf og Margrét

Lesa meira