Beint í efni

Þar sem blómið vex og vatnið fellur

Þar sem blómið vex og vatnið fellur
Höfundur
Eyvindur P. Eiríksson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1999
Flokkur
Skáldsögur

Úr Þar sem blómið vex og vatnið fellur:

Þar sem hann sat hægra megin við altarið, horfði hann á fólk og nef, einkum nefið á konunum, á flestum hátt og beinabert, rauðsprengt fremst, þunnt eins og gömul, illa brýnd hnífsbredda notuð til að hakka sundur kjöt og bein. Presturinn stóð þarna frammi. Hans nef var þvert og stutt, þó rauðast allra. Augu hans voru lítil og þau stöldruðu ekki við nefin og ekki við fólkið, sauði þessa rauðbúldna hirðis án hunds og stafs. Hann strauk sér yfir þykkt og glansandi hárið með báðum höndum til skiptis og hvarflaði augum út að glugganum, þar sem birtan skein inn í mörkuðum ferningum. Hann tautaði fyrir munni sér en orðaskil heyrðust ekki, þannig stóð hann lengi og samtölin í kirkjunni færðust úr hvísli í hálfhátt. Einn hló. Þá stytti prestur hempuna, opnaði hliðið að grátunum, gekk rólega fram ganginn. Fólkið horfði á hann hverfa út um dyrnar, þar sem stóri maðurinn í glansandi feitiborna og mjúkforma selstakknum dró frá þann fótinn, sem innan þröskuldar var og hleypti presti fram hjá sér út í sólskinið, hallaði því næst hurðinni aftur að ytra lærinu. Enginn ókyrrðist nema meðhjálparinn, lágur maður og sperrtur í sínum gullhneppta, svarta repstyrerjakka, hann tvísté og saug úr drúpandi yfirskeggi inn um vinstra munnvik. Hann beið, hætti loks að tvístíga, horfði strangur út yfir sauðasafnaðinn, sem sljákkaði í við þetta augnaráð, nema börnunum sem voru farin að ærslast við hlæjandi selfeldsmanninn frammi við dyrnar. Mæðurnar hálfsneru sér við og höstuðu á þau og nú meintu þær höstun sína. Það lægði þá líka í barnungunum. Jans sat við hliðina á herra sínum og húsbónda, Faktor Stíg Stígsen, forlófer á þessum degi. Hann var ogso böker og frá Víborg í Jótanna landi. Hann klappaði létt á læri Jansar.

(s. 9-10)

Fleira eftir sama höfund

Sjálfgefinn fugl I, leikverk

Lesa meira

Hvenær?

Lesa meira

Meðan skútan skríður

Lesa meira

Landið handan fjarskans

Lesa meira

Glass : Saga af glæpum og glöpum

Lesa meira

P - árbók III : þriggjagatabók, samanfiskað eiginhöfundarverk

Lesa meira