Beint í efni

Hvenær?

Hvenær?
Höfundur
Eyvindur P. Eiríksson
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1974
Flokkur
Ljóð

Úr Hvenær?:

Hneyða = frumdrög að dansi

kötturinn skinnlausi
breimar úti skinnlaus
breimar inni skinnlaus
og vitlaus
ljámýsnar dansa
dansa í gini
dansa í kjafti
á tönnum á tönnum
brunnum ryðbrunnum tönnum
fornslegnar ljámýs
dansa kátar og kátar
fýkur úr nefi
fýkur úr nös
hárlausir skaufhalar
dratthalar
skríða í skel sína
skúrvana kögglar
og mókögglar
á mótunum tótunum
tótur eru dauðar
munar í eldinn
og feldinn
reka sér á nasir
rauðmagar soðmagar
gnagar ljámús gnagar ljámús
skinnlausan kött

Fleira eftir sama höfund

Sjálfgefinn fugl I, leikverk

Lesa meira

Meðan skútan skríður

Lesa meira

Landið handan fjarskans

Lesa meira

Glass : Saga af glæpum og glöpum

Lesa meira

P - árbók III : þriggjagatabók, samanfiskað eiginhöfundarverk

Lesa meira

Þar sem blómið vex og vatnið fellur

Lesa meira