Beint í efni

3XÁst

3XÁst
Höfundur
Eyvindur P. Eiríksson
Útgefandi
Vestfirska forlagið
Staður
Brekka í Dýrafirði
Ár
2006
Flokkur
Skáldsögur

Úr 3XÁst:

Ástin já. Er það hún, sem heldur ykkur saman, frú Márjátla? Alla tíð, þangað til minkurinn étur annað hvort? Hin eina sanna ást? Já? Hm? Ætli hún sé til? Ætli hún hafi verið til? Er hún ein? Eða tvenn? Eða kannski þrenn? Mörg, ótal ótal mörg? Ást í lífi einnar maríuerlu? Ást í lífi eins manns? Hversu mörg getur hún orðið? Spyrjum við Kasanóva? Don Hvang? Eða spyrjum Jónas frænda. Hann elskaði þær áreiðanlega allar. Og þær elskuðu hann vissulega allar. Nema hann hafi ekki stjórnað frekar en aðrir karlar stjórna því hverja þeir fá að elska. Hún ræður. Hún velur. Það eru genin, segja þeir, genólókarnir. Hvaða gagn er að genum? Hjálpa þau okkur eitthvað í ástaleiknum þótt þau kannski komi honum af stað? Já já. Ástin þrenn, já? Ekki tvenn og ekki fern. Já.

Jájá. Hann var að hugsa um að setja örlítið romm út í kaffið sitt. Síðan ætlaði hann að hætta að hugsa. Wilde, já. Hvernig væri best að þýða slíkt, ljúfmælin? ,,Eitt kvöld fyllist sál listamannsins þrá eftir því að skapa mynd af Ánægjunni sem dvelur aðeins eina stund. Og hann hélt út í heim að leita að bronsi. Því hann kunni ekki að hugsa í öðru en bronsi. En allt brons í heiminum var horfið, og hvergi í öllum heiminum var brons að finna, nema aðeins bronsið í myndinni af Sorginni sem varir að eilífu. En þessa mynd hafði hann sjálfur, og með eigin höndum, mótað, og hafði sett hana á gröf þess eina sem hann hafði elskað í lífinu. Og í öllum heiminum var ekki til neitt annað brons en bronsið í þessari mynd. Og hann tók myndina sem hann hafði mótað, og setti í víðan ofn, og fól hana eldinum. Og úr bronzinu í mynd Sogarinnar sem varir að eilífu mótaði hann mynd af Ánægjunni sem dvelur aðeins eina stund.

(11)

Fleira eftir sama höfund

Sjálfgefinn fugl I, leikverk

Lesa meira

Hvenær?

Lesa meira

Meðan skútan skríður

Lesa meira

Landið handan fjarskans

Lesa meira

Glass : Saga af glæpum og glöpum

Lesa meira

P - árbók III : þriggjagatabók, samanfiskað eiginhöfundarverk

Lesa meira

Þar sem blómið vex og vatnið fellur

Lesa meira