Beint í efni

Örlagavaldar 20. aldar

Örlagavaldar 20. aldar
Höfundur
Sigurður A. Magnússon
Útgefandi
Tindur
Staður
Akureyri
Ár
2008
Flokkur
Ævisögur og endurminningar

Um bókina:

Ekki fer milli mála að síðasta öld hafi verið mesta framfaraskeið í sögu mannkyns, öld hugsjóna, uppfinninga, lygilegra tækniframfara, stórfenglegra menningarafreka og áður óþekktra lífsgæða, en einsog til að vega upp á móti því var hún líka öld mestu grimmdarverka sem sögur fara af, öld glundroða, byltinga, múgmorða, siðleysis og örbirgðar. Við aldarlok voru jarðarbúar þrefalt fleiri en hundrað árum fyrr, þráttfyrir mannfall í styrjöldum, sem átti sér engin fordæmi, þrælskipulögð þjóðarmorð og víðtækar hungursneyðir. Sem gæti bent til þess, að niðjar Adams séu nánast ódrepandi!
Endalaust má deila um hvaða einstaklingar hafi helst mótað tíðarandann eða skilið eftir sig varanlegust spor til góðs eða ills.
Sigurður A. Magnússon hefur í þessu riti valið tuttugu einstaklinga og einum betur, sem hann telur að haft hafi veruleg áhrif til góðs eða ills á framvindu stjórnmála í veröldinni á liðinni öld, þó ekki hafi þeir allir farið með formleg völd. Einsog hann tekur fram í inngangi, er valið hvorki einhlítt né tæmandi. Kannski mætti á sömu forsendum velja aðra tvo tugi manna sem haft hafa jafnlangdræg og varanleg áhrif á kjör mannkyns með framlagi sínu á öðrum sviðum en vettvangi stjórnmálanna.

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í Signor si

Lesa meira

Smásaga í Icelandic Short Stories

Lesa meira

Garður guðsmóður: munkríkið Aþos - elsta lýðveldi í heimi

Lesa meira

Hænur eru hermikrákur

Lesa meira

PS: Ég elska þig

Lesa meira

Snjórinn á Kilimanjaro og fleiri sögur

Lesa meira

Til fiskiveiða fóru

Lesa meira

Ljóð í ICE-FLOE, International Poetry of the Far North

Lesa meira

Ljóð í Jauna Gaita

Lesa meira