Beint í efni

Garður guðsmóður: munkríkið Aþos - elsta lýðveldi í heimi

Garður guðsmóður: munkríkið Aþos - elsta lýðveldi í heimi
Höfundur
Sigurður A. Magnússon
Útgefandi
Salka
Staður
Reykjavík
Ár
2006
Flokkur
Ferðasögur

Um bókina:

Gríska munkríkið Aþos er einstakt í veröldinni. Þó að María guðsmóðir sé verndari þess hefur ekkert kvenkyns (nema fuglar og flugur) mátt koma þar inn fyrir landamærin síðan ríkið var stofnað árið 963. Frá Aþosfjalli teygir sig í norður 60 kílómetra langur skagi og eftir honum endilöngum rís samfelldur fjallgarður. Í snarbröttum hlíðum hans og dalverpum standa á víð og dreif umfangsmikil klaustur sem minna á rammgera miðaldakastala og einsetumannakofar sem mynda lítil þorp eða hanga utan í fjallshlíðunum. Á 13du öld voru klaustrin 200 talsins, en ekki nema 20 í lok 14du aldar. Hefur sú tala haldist óbreytt fram á þennan dag. Fjöldi munka hefur verið breytilegur, til að mynda voru þeir 7.432 árið 1903, en eru nú innan við 2000. Aþos var skráð númer 179 á heimsminjaskrá UNESCO árið 1988. Áður fyrr gátu gestir dvalist á Aþos sér að kostnaðarlausu eins lengi og þá lysti, en nú eru dvalarleyfi einungis veitt til fjögurra daga – og eins og gefur að skilja er aðeins tekið á móti karlmönnum.

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í Signor si

Lesa meira

Smásaga í Icelandic Short Stories

Lesa meira

Hænur eru hermikrákur

Lesa meira

PS: Ég elska þig

Lesa meira

Snjórinn á Kilimanjaro og fleiri sögur

Lesa meira

Til fiskiveiða fóru

Lesa meira

Ljóð í ICE-FLOE, International Poetry of the Far North

Lesa meira

Ljóð í Jauna Gaita

Lesa meira

Ísrael

Lesa meira