Beint í efni

Ljósatími : Einskonar uppgjör

Ljósatími : Einskonar uppgjör
Höfundur
Sigurður A. Magnússon
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Ævisögur og endurminningar

Um bókina

,,Vísast er ég að eðlisfari félagslyndur einfari.... segir Sigurður A. Magnússon um sjálfan sig í þessu lokabindi ævisögu sinnar þar sem hann rekur viðburði áranna frá því um 1980 og til þessa dags. Í bókinni kynnumst við báðum hliðunum því hér er að finna frásagnir af mönnum og málefnum - fjarlæg lönd sem höfundur hefur sótt heim lifna á síðunum og rakin eru einörð afskipti Sigurðar af þjóðmálum. En í bókinni eru líka kyrrlátari kaflar einlægrar og óvæginnar sjálfskoðunar sem helst í hendur við mjög opinskáar lýsingar höfundar á samskiptum við konurnar í lífi sínu.

Með Ljósatíma lýkur ævisögu sem á naumast sinn líka í íslenskum bókmenntum. Þetta verk Sigurðar A. Magnússonar sem hófst með Undir kalstjörnu er skáldatími, aldarspegill og einstæð greinargerð um sálarlíf íslensks karlmanns á ofanverðri 20. öld.

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í Signor si

Lesa meira

Smásaga í Icelandic Short Stories

Lesa meira

Garður guðsmóður: munkríkið Aþos - elsta lýðveldi í heimi

Lesa meira

Hænur eru hermikrákur

Lesa meira

PS: Ég elska þig

Lesa meira

Snjórinn á Kilimanjaro og fleiri sögur

Lesa meira

Til fiskiveiða fóru

Lesa meira

Ljóð í ICE-FLOE, International Poetry of the Far North

Lesa meira

Ljóð í Jauna Gaita

Lesa meira