Beint í efni
kl.
Borgarbókasafnið Grófinni
Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

KVEIKJA | Að fylgja innsæinu

Hvernig þekkjum við og fylgjum innsæi okkar? Rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir ræða hugmyndir sínar og reynslu af innsæi í lífi og list. Kristín gaf út skáldsöguna Tól á þessu ári og Bergþóra ljóðsöguna Allt sem rennur. Skáldverk þeirra beggja hafa hlotið verðskuldaðar viðurkenningar, verðlaun og athygli fyrir sterkar skáldskaparraddir og eru þær höfundar sem skrifa inn í ólík form; ljóð, prósa, leikrit. Kveikja er samtal fræða og lista um eld, innblástur, skynjun. Listamenn og fræðifólk flytja stuttar hugvekjur og bregðast við hugmyndum hvors annars. Umsjón: Soffía Bjarnadóttir, verkefnastjóri | bókmenntaviðburðir Miðlun og nýsköpun | Borgarbókasafnið, s. +354 411 6122 www.borgarbokasafn.is