Beint í efni
kl.
Borgarbókasafnið - Menningarhús
Gerðuberg 3, 111 Reykjavík

KVEIKJA | Að lifa og deyja í ljóði

Skáldin Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, Anton Helgi Jónsson og Alda Björk Valdimarsdóttir mæta á fyrstu Kveikju haustsins, með ljóðlegan eld í farteskinu og fjalla um innblástur og efnivið í nýlegum ljóðabókum sínum. Kveikja er samtal lista og fræða um eld og innblástur, skynjun og sköpunarferli. Fjallað er um áhrif og eilífa glímu við andagift. Fræðimenn og listafólk koma saman og flytja hugvekju og bregðast við hugmyndum hvers annars um sköpunar- og vinnuferli. Skáldin fjalla um eldinn sem getur falið í sér bæði sköpun og eyðingu, og flytja brot úr nýjustu verkum sínum sem komu út fyrr á þessu ári: Þykjustuleikarnir eftir Anton Helga, Skepna í eigin skinni eftir Hrafnhildi Hagalín og Við lútum höfði fyrir því sem fellur eftir Öldu Björk. Umsjón: Soffía Bjarnadóttir, verkefnastjóri | bókmenntaviðburðir Miðlun og nýsköpun | Borgarbókasafnið, s. +354 411 6122 soffia.bjarnadottir@reykjavik.is www.borgarbokasafn.is