Beint í efni

Velkomin til Ameríku

Velkomin til Ameríku
Höfundar
Útgefandi
Benedikt bókaútgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2017
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Höfundur: Linda Boström Knausgård

Um bókina

Stúlkan er hætt að tala og bróðir hennar neglir aftur dyrnar á herberginu sínu – en móðirin, leikkonan, segir bjart yfir fjölskyldunni.

Ljúfsár, óvenjuleg saga af uppvexti, sorgarferli, lífsviljanum og fjölskyldu sem er sundruð og sameinuð í senn.

Þessi skáldsaga Lindu Boström Knausgård hefur vakið athygli og verið tilnefnd til verðlauna í heimalandinu.

Úr bókinni

Nú er orðið langt síðan ég hætti að tala. Allir hafa vanist því. Mamma mín, bróðir minn. Pabbi minn er dáinn, svo ég veit ekki hvað hann myndi segja. Kannski er þetta ættarfylgjan. Ættarfylgjan kemur hart niður á fjölskyldu minni. Tvímælalaust. Þetta gengur í ættir. Kannski bjó þögnin innra með mér allan tímann. Áður fyrr sagði ég hluti sem voru ósannir. Ég sagði að sólin skini þegar það rigndi. Að hafragrauturinn væri grasgrænn og það væri moldarbragð af honum. Ég sagði að skólinn væri eins og að ganga inn í niðamyrkur á hverjum degi. eins og að halda í handrið til loka hvers dags. Hvað gerði ég eftir lok skóladags? Ég lék mér ekki við bróður minn, því hann læsti sig inni í herbergi með tónlistinni. Hann negldi dyrnar aftur. Hann pissaði í flöskur sem hann geymdi inni hjá sér einmitt út af þessu.
   Þögnin breytir engu. Ekki halda að hún geri það. Ekki halda að sólin rísi á morgnana, því það getur maður ekki verið viss um. Ég nota ekki stílabókina sem mamma gaf mér. Ef þú þarft að tjá þig, sagði hún. Stílabókin var einhvers konar viðurkenning. Hún sætti sig við þögn mína. Ég fékk að vera í friði. Þetta gengi yfir. Kannski gengi þetta yfir.

(s. 5-6)

 

Fleira eftir sama höfund