Beint í efni

Vegur hamingjunnar

Vegur hamingjunnar
Höfundur
Ingibjörg Sigurðardóttir
Útgefandi
Óskráð
Staður
Akureyri
Ár
1968
Flokkur
Skáldsögur

Úr Vegi hamingjunnar:

Nóttin er húmdökk og hljóð. Nýi sjúklingurinn á stofu númer 10 heitir Þórhallur Ólafsson og er framkvæmdastjóri. Hann vaknar nú sem af löngum draumlausum svefni og skynjar nú á ný tilveru sína, en í fyrstu mjög óljóst. Minni hans er sljótt og ruglingslegt, og hann getur alls ekki munað hvað gerzt hefur í lífi hans síðustu daga. Hann reynir að hreyfa sig, en finnur þá, að hann er allur máttlaus vinstra megin og getur enga björg sér veitt. Hann verður gripinn ógurlegri skelfingu: Hvað hefur komið fyrir hann? Og hvar er hann staddur? Þetta umhverfi er honum framandi. Hann rennir sljóum augum sínum um stund fram og aftur um sjúkrastofuna og reynir að átta sig. Og þótt hann hafi aldrei áður á ævi sinni gist sjúkrahús, verður honum brátt ljóst, að þetta muni vera þess háttar stofnun, sem nú er dvalarstaður hans. – Hann á sjúkrahúsi! – Veikur! – Lífshættulega veikur?

(s. 8-9)

Fleira eftir sama höfund

Die grüne Großmutter

Lesa meira

Bylgjur

Lesa meira

Bylgjur

Lesa meira

Komin af hafi

Lesa meira

Þar sem vonin grær

Lesa meira

Læknir í leit að hamingju

Lesa meira

Við bláa voga

Lesa meira

Við bláa voga

Lesa meira

Bergljót

Lesa meira