Beint í efni

Umskipti

Umskipti
Höfundur
Mo Yan
Útgefandi
Uppheimar
Staður
Akranes
Ár
2013
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Bian eftir Mo Yan í íslenskri þýðingu Böðvars.

Úr Umskiptum

Haustið 1973 fékk ég vinnu um skeið í bómullarverksmiðju þar sem frændi minn var endurskoðandi. Víst var ég lausráðinn, en mánaðarlega kom ég með fimmtán yuan heim eftir að hafa afhent Framleiðsluráðinu tuttugu og fjögur yuan. Í þá daga dugðu fimmtán yuan langt ef ég til viðbótar seldi svínakjöt á sjötíu sent kattíið (605 grömm) og egg á sex sent stykkið. Ég fékk mér fín föt, safnaði síðu hári og átti nokkur pör af hvítum hönskum. Allt þetta „ríkidæmi“ ruglaði mig einhvern veginn í ríminu. Dag nokkurn þegar vinnu var lokið kom He Zhiwu að finna mig. Hann hafði slitna og nasbitna skó á fótunum og bar samanbrotið teppi á annarri öxlinni. Hár hans var í óreiðu og hann hafði ekki rakað sig lengi. Á enni hans voru þrjár djúpar hrukkur.

„Lánaðu mér tíu yuan,“ sagði hann. „Ég er á leið norður.“

„Hvað með fjölskyldu þína? Hvað verður um hana þegar þú ferð?“

„Kommúnistaflokkurinn sér um að þau svelti ekki,“ sagði hann.

„Og hvað ætlar þú að gera fyrir norðan?“

„Ég veit það ekki. Það er þó betra en að hengslast hér þangað til ég dey, finnst þér ekki?“

Hann horfði fast á mig.

„Fjandinn eigi það. Ég er að verða þrítugur og ég á ekki einu sinni konu. Ég verð að komast héðan. Flutningur drepur tré en heldur lífinu í fólki.“

Satt að segja langaði mig ekki að lána honum tíu yuan, í þá daga var það talsverð upphæð.

„Hvað segirðu um þetta?“ sagði hann. „Ef mér gengur vel borga ég þér, og gangi mér illa sel ég frekar úr mér blóðið en að borga þér ekki.“

Ég botnaði lítið í hvað hann var að fara og hummaði og hikaði en lánaði honum svo peningana.

(23-4)

 

Fleira eftir sama höfund