Beint í efni

Þegar stórt er spurt...

Þegar stórt er spurt...
Höfundur
Gunnhildur Hrólfsdóttir
Útgefandi
Ísafold
Staður
Reykjavík
Ár
1990
Flokkur
Barnabækur

Úr Þegar stórt er spurt...:

Einn morguninn þegar Tommi og Árni voru að koma úr fjósinu og litu í hreiðrið í veggnum flaug fuglinn upp. Þegar strákarnir kíktu inn í holuna sáu þeir eitthvað rautt sem hreyfðist.
- Það eru komnir ungar, hvíslaði Árni.
Þeir horfðu hugfangnir á litlu krílin, en ekki of lengi því greyjunum mátti ekki verða kalt. Ungarnir virtust ósjálfbjarga og því ekki rétt að halda foreldrunum of lengi frá hreiðrinu.
- Eru engar fjaðrir á þeim? spurði Árni.
- Fyrst kemur mjúkur dúnn, svo koma fjaðrir, svaraði Tommi.
- Tekur það langan tíma?
- Nei, bara nokkra daga. Alls staðar voru ungar að koma úr eggjum. Þegar Tommi og Árni voru á leiðinni heim úr hestagerðinu kom allt í einu lítill hnoðri trítlandi til þeirra. Það var ungi sem var þarna aleinn á vappi. Hann reyndi ekki að forða sér heldur var sem hann leitaði skjóls hjá strákunum. Tommi tók hann upp. Þeir sáu á nefinu að þetta var andarungi.
- Ég sé mömmu hans hvergi, sagði Árni.
- Hann hefur týnt henni, sagði Tommi. Við skulum koma niður að á og vita hvort við finnum hana.
Á ánni, rétt við bakkann synti önd með unga. Strákarnir settu ungann á jörðina og reyndu að snúa honum þannig að hann sæi öndina.

(s. 56-57)

Fleira eftir sama höfund

Komdu að kyssa

Lesa meira

Spor í rétta átt

Lesa meira

Allt annað líf

Lesa meira

Það sem enginn sér

Lesa meira

Ránið

Lesa meira

Rödd í síma

Lesa meira

Nú er kerlu minni skemmt

Lesa meira

Gulllykillinn

Lesa meira

Hér á reiki

Lesa meira