Beint í efni

Þar sem ekkert ógnar þér

Þar sem ekkert ógnar þér
Höfundur
Simone van der Vlugt
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Skáldsögur

Skáldsagan Blau Water eftir Simone van der Vlugt, Ragna Sigurðardóttir þýddi úr hollensku.

 

um bókina

Ókunnur maður birtist heima hjá einstæðri móður í afskekktu húsi. Hann tekur mæðgurnar í gíslingu og skyndilega er öruggu og friðsælu lífi þeirra ógnað. Kona sem villst hefur af leið verður vitni að þessu og flýr burt til að leita aðstoðar. En það reynist hægara sagt en gert. 

 

úr bókinni

Eldhúsið lyktar af grilluðum samlokum og nýju kaffi. Klukkan er rúmlega hálf tvö eftir hádegi. Morgunninn leið hjá tiltölulega rólega og Lisa tekur eftir því að hún er ekki eins uppspennt og hún var. Útvarpið er í gangi, gluggatjöldin eru enn dregin fyrir og það er þungt loft og heitt inni, en hún er ekki eins hrædd um að verða myrt. Ekkert er öruggt í návist geðsjúks manns, en á þessu augnabliki er erfitt að ímynda sér að maðurinn sem situr á móti henni hafi myrt fjölskyldu sína. Það er best að hugsa ekki um það. Í hvert skipti sem hugsanir hennar taka ranga stefnu, beinir hún þeim að næsta degi. Þá kemur pósturinn aftur.

Anouk ákveður að hana langi að mála með fingrunum og skömmu síðar er hún upptekin við það.

"Emily fannst þetta líka svo gaman." Kreuger bítur í samlokuna sína. "Á fimm mínútum var hún öll útötuð í málnginu. Og borðið og stóllinn og gólfið."

Lisa brosir við þessari kunnuglegu mynd, þar til hún man að hún brosiar að myndinni af lítilli, dáinni stelpu.

Eins og Kreuger geti séð inn í huga hennar, byrjar hann allt í einu að deila hugsunum sínum með henni. "Jeffrey var tveggja og Emily fjögurra ára þegar konana mín fór frá mér. Ég hafði vitað um tíma að Angelique var að hitta einhvern annan - ég vissi það bara." Rödd hans fær á sig varnarblæ þess sem gerir ráð fyrir að öllu sem hann segir verði tekið af tortryggni. "Karlmaður finnur þegar haldið er fram hjá honum. Ég spurði hana um það en hún neitaði að tala við mig. Hún fór bara upp á loft án þess að segja orð. Þegar hún sneri í mig bakinu braust eitthvað í mér. Mér fannst svo ótrúlega auðmykjandi að þurfa að eltast við hana, og já, þá missti ég stjórn á mér.

(s. 99-100)

 

 

Fleira eftir sama höfund