Beint í efni

Sjálfstýring

Sjálfstýring
Höfundur
Guðrún Brjánsdóttir
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Lífið virðist blasa við hæfileikaríkri, ungri konu. Hún á góða vini, ástríka fjölskyldu og er á leiðinni í spennandi inntökupróf við virtan tónlistarskóla erlendis. En eftir það sem vinur hennar gerði í partíinu um jólin upplifir hún aðeins einkennilegan doða og tengslaleysi við sjálfa sig og sína nánustu.

Sjálfstýring er grípandi samtímasaga sem fjallar á raunsannan hátt um afleiðingar ofbeldis og leiðina til baka út úr myrku herbergi. Sagan sigraði í samkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2020.

 

Fleira eftir sama höfund