Beint í efni

Órar

Órar
Höfundur
Lauren Oliver
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2013
Flokkur
Ungmennabækur

Ungmennaskáldsagan Delirium eftir Lauren Oliver í íslenskri þýðingu Sifjar Sigmarsdóttur.

um bókina

Ást er sjúkdómur, hún heltekur hugann og kemur í veg fyrir að fólk hugsi skýrt. Þess vegna fara stelpur og strákar í einfalda aðgerð átján ára gömul sem kemur í veg fyrir að þau verði ástfangin. Svo eru þau pöruð við heppilegan maka. Lena hlakkar til að fara í aðgerðina og trúir því að lækningin muni gera hana hamingjusama og örugga. En er það alveg víst? Getur hún verið viss um að hinir sjúku – þeir sem ekki hafa farið í aðgerðina og lifa úti í Óbyggðunum – séu jafnhættulegir og yfirvöld halda fram? Er kannski betra að sýkjast af ást eitt andartak en lifa langa ævi í lygi?

 

 

 

 

Fleira eftir sama höfund