Beint í efni

Með titrandi tár

Með titrandi tár
Höfundur
Sjón
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Skáldsögur


Um bókina:

Þessi skáldsaga er allt í senn söguleg skáldsaga, frásögn með goðsögulegum blæ og íslensk spennusaga. Hér segir frá flóttamanninum Leo Löwe sem kemur til Íslands í seinni heimsstyrjöldinni með hattaöskju er geymir lítinn leirdreng, sem Leo vill fyrir alla muni vekja til lífsins. En til þess þarf hann að leysa margar þrautir um leið og hann eignast ólíklegustu bandamenn.

Bókin er sjálfstætt framhald skáldsögunnar Augu þín sáu mig.

Með titrandi tár hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum 2002.

Úr Með titrandi tár:

- Veistu hver þetta er?
- Var þetta ekki ráðherrann …
- Tókstu eftir svipnum á honum?
- Hann er landsföðurlegur.
- Jújú, en er hann ekki svolítið líkur stráknum í “I Was A Teenage Werewolf”, bara eldri? Gæti verið pabbi hans?
- Tja, kannski klippingin …
- Einmitt! Jæja, nú skal ég segja þér hvað það er sem varúlfar éta; náttmyrkur og snjó. Hvar í heiminum er þá kjörland fyrir svoleiðis kvikindi nema akkúrat hér? Já, hvernig skyldi annars standa á öllum þeim frásögnum sem til eru af svörtum mönnum, það er svarthærðum og brúnamiklum herljarmennum í sagnaarfi okkar? Ha, hingað kom breskur maður, Sabine Baring-Gould. Hann ferðaðist um landið sumarið 1861 og gaf út ferðasögu sína árið 1863. Fín bók og ekki minnst einu orði á varúlfa.
Gott og vel, tveimur árum síðar gefur hann út bók um varúlfa. Er það tilviljun? Ég held nú ekki. Og hvaðan hafði hann mestar upplýsingar um varúlfa? Úr íslenskum heimildum. Var hann vitleysingur? Ég held nú ekki. Hann skrifaði þrjátíu skáldsögur, hátt á annað hundrað fræðirita og dýrlingasögu í sextán bindum, fyrir utan að semja lagið “Áfram kristmenn, krossmenn, kóngsmenn erum vér.” Hámenntaður maður …
Fulltrúinn lítur á klukkuna og verður óðamála:
- Já, og Bram Stoker segir fullum fetum í Makt myrkranna, eða kannski það sé Drakúla sjálfur sem segir það, að hann eigi ættir að rekja til íslenskra varúlfa. Heldurðu að það sé tilviljun að Íslendingar séu með lengstu höfuð á jörðinni? Semsagt, hér voru ennþá varúlfar þegar norrænir menn stigu á land. Og auðvitað var einhver blóðblöndun, þó það nú væri. Einkennin eru ennþá að koma fram. Geturðu þetta?
Fulltrúinn hallaði sér fram og lét aðra augnabrúnina síga niður á kinn en lyfti hinni upp undir hársrætur. Leó reyndi að leika það eftir honum en gat ekki.
- Sko, ég er kominn af Agli Skallagrímssyni, ekki þú. Það er varúlfablóð í þeirri ætt allri. Afi hans var Kveldúlfur, snarvitlaus á tungli. Nú eru menn að segja að hann hafi verið geðbilaður; manískur depressjóner. Nei, góði minn, hann var kafloðinn varúlfur …

(s. 92-4)

Fleira eftir sama höfund

Poesia 136

Lesa meira

De tes yeux tu me vis

Lesa meira

Ljóð í Poésie islandaise contemporaine

Lesa meira

Tusmørkeundere

Lesa meira

A macskaróka

Lesa meira

Mánasteinn: drengurinn sem aldrei var til

Lesa meira

Söngur steinasafnarans

Lesa meira