Beint í efni

María og Margrét

María og Margrét
Höfundur
Régine Deforges
Útgefandi
Ísafold
Staður
Reykjavík
Ár
1987
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Pour l'amour de Marie Salat eftir Régine Deforges í þýðingu Sigurðar Pálssonar.

Ástarsaga tveggja kvenna, í formi bréfaskrifta þeirra á milli.

Úr Maríu og Margréti

8. október 1903

Kæra frú.

En hvað ég átti góða stund með yður í gær. Hvílík gleði að hitta gáfaða manneskju eins og yður í þessu dapurlega þorpi. Þér funduð alveg á yður hvað ég vildi og hvaða litur mér fannst fallegur. Ég hlakka til að skoða efnið sem þér völduð handa mér. Það er yður að þakka að ég verð sú glæsilegasta á staðnum strax og þetta verður tilbúið.

Á morgun er liðinn mánuður frá því við fluttum hingað og ég hef fylgst með því á hverjum degi þegar þér opnið gluggahlerana. Þér megið alls ekki taka þetta sem hnýsni; það gleður mig að koma auga á yður og veitir mér kjark til að byrja daginn. Væri yður sama þótt ég kæmi aftur að finna yður, bara til þess að spjalla? Ég er svo einmana hérna og maðurinn minn er svo fámáll.

Kæra frú, þér getið treyst á vinsemd mína og virðingu.

Margrét Ribera

Afsakið að ég leyfi mér að renna bréfinu undir hurðina hjá yður.

Fleira eftir sama höfund