Beint í efni

Málleysingjarnir

Málleysingjarnir
Höfundur
Pedro Gunnlaugur Garcia
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Rúmenía 1989: Mihail er ellefu ára, einrænn rúmenskur piltur sem býr við þröngan kost í Búkarest þegar forsetahjónin eru tekin af lífi í þjóðfélagsbyltingu. Algjör ringulreið ríkir – sem hefur mikil áhrif á fjölskyldu og allt hans umhverfi.

Ísland 2000: Unglingarnir Bergþóra og Finnur eru samræmd systkini þótt ólík séu, hún luraleg og félagsfælin en hann á hraðri leið „í gráðugan faðm vaxandi klámfíknar.“ Heimili þeirra er í upplausn, foreldrarnir á barmi skilnaðar en leita leiða til að láta hlutina ganga upp.

Í þessari viðamiklu skáldsögu segir frá ungu fólki í flóknum og um sumt fjandsamlegum heimi, en um leið er umbrotaskeiði lýst í fjörmikilli frásögn sem einkennist í senn af frjóu ímyndunarafli og sterkri tilfinningu fyrir sérkennum fólks og sögu.

Málleysingjarnir, sem er fyrsta bók Pedros Gunnlaugs Garcia, er óvenjulegt skáldverk í íslenskum bókmenntum og má með sanni segja að hér kveði við nýjan tón. Sagan hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2017 með afar lofsamlegri umsögn.

 

 

Fleira eftir sama höfund

lungu

Lungu

Lungu er  skáldsaga sem teygir anga sína vítt og breitt um tuttugustu öldina og langt inn í fjarlæga framtíð.
Lesa meira