Beint í efni

Litlar byltingar: draumar um betri daga

Litlar byltingar: draumar um betri daga
Höfundur
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Skáldsögur

Ef maður hrindir af stað of stórum byltingum sviðnar jörð og rýkur úr rústum. Það verður mannfall og sér stórlega og jafnvel varanlega á umhverfinu. Mannsaldrar geta farið í að jafna sig eftir stórar byltingar og sjálfur skaðast maður oftast mest, tortímir jafnvel sjálfum sér. En ef maður gerir litlar byltingar, alla daga, ef maður gerir byltingar sem fæstir taka eftir, þá hreyfist veröldin með manni þangað sem förinni er heitið.

Kennslukonan Glóa flýr kaldan klakann og sest að í lukkulandinu Danmörku. En þegar ellin færist yfir leitar hugurinn heim – til formæðra og áhrifavalda. Litlar byltingar eru sögur af tíu konum sem spanna í senn eitt kvöld, eitt ár og heila öld. Hér óma raddir mæðgna, systra og dætra sem dreymir um betri daga, sléttar götur, frjálsar konur og börn sem lifa.

Úr bókinni:

- Hlauptu af þér hornin þarna fyrir sunnan, en þú snýrð aftur. Ég veit það, sagði Þórunn, systir Sigurlínu.

- Mundu, Lína mín litla, að við erum Fjarðarkonur, sagði Selja móðir þeirra og yfirlýsingin var tilfinningaþrungin, merkingarfull og hlaðin óhjákvæmilegum skyldum um alla eilífð, skyldum sem tilheyrðu því að fera Fjarðarkona.

- Þú skilar þér aftur. En Arnheiður systir þín þarf á þér að halda núna. Nóg er það sem hefur gengið á hjá henni, blessaðri. Drengurinn og stúlkan, bæði dáin á aðeins þremur árum. Þú verður henni hjálparhella og gleðigjafi, Sigurlína mín. Svo kemurðu aftur. Þú átt eftir að fara til Seyðisfjarðar. Þar eru tækifærin fyrir ungar stúlkur og þá ertu svo nálægt okkur Þórunni. Enda býr framtíðin á Seyðisfirði. Þar veðrur höfuðstaður landsins síðar meir. Vittu til.

Frú Sesselja var þess fullviss að Seyðisfjörður yrði stórborg framtíðar. Ein af merkustu verslunarborgum Evrópu, sagði hún. Þegar fram líða stundir. Veðursældin er þvílík og þá verður nú þétt byggð upp allar hlíðar og hallir og stórhýsi á heiðarbrún. Það er eins gott að við verðum öll tilbúin þegar þar að kemur.

En Sigurlína vildi ekki bíða eftir því. Hún var staðráðin í að snúa aldrei aftur, nema sem fín dama í heimsókn með strandferðaskipi. Hún einbeiti sér að björtu sýninni. Hún ætlaði suður að heimsækja systur sína og finna sér vinnu. Sjálfstæð kona á glænýrri öld.

- Það ku vanta stofustúlkur á heimili í höfuðstaðnum.

- Hvaða byltingar eru þetta í kollinum á þér? spurði Selja áhyggjufull.

- Norðfjörður er of lítill, mamma. Það dugar ekkert minna en Reykjavík fyrir mig, hvíslaði Sigurlína að móður sinni um leið og hún gekk um borð.

- Það vona ég að himnafaðirinn fyrirgefi þér hrokann, stelpa, tautaði móðir hennar. En þú munt hvergi annars staðar vilja vera en á Seyðisfirði þegar þar er orðin stórborg með steingötum og mótorvögnum. Vittu til!

(54-5)

Fleira eftir sama höfund

Ríólítreglan

Lesa meira

Fíasól á flandri

Lesa meira

Fíasól í fínum málum

Lesa meira

Kjallari og fyrsta hæð - hætta á hruni: bóklestur barna - alvara málsins

Lesa meira

Fíasól í hosiló

Lesa meira

Markaðsbörnin og ábyrgðin

Lesa meira

Sigurför himintunglanna: glerlist á sporbaug út í heim

Lesa meira

Vorvindar: viðurkenningar IBBY á Íslandi 2004.

Lesa meira

Bókmannsraunir: vangaveltur um staf og blað

Lesa meira