Beint í efni

Leyndarmálið hans pabba: Bók handa börnum með foreldravandamál

Leyndarmálið hans pabba: Bók handa börnum með foreldravandamál
Höfundur
Þórarinn Leifsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Barnabækur

Þórarinn myndskreytti.

Um bókina:

Kíktu framan á bókina. Þetta er pabbi minn. Þessi með skeggið. Gaurinn með hattinn er Viddi nikótín rannsóknarlögga. Hann er á hælunum á okkur út af leyndarmálinu hans pabba - leyndarmálinu sem við Sidda systir megum ekki segja eitt aukatekið orð um. Og þú mátt bóka að það er verra en leyndarmál flestra annarra fjölskyldna - miklu verra! Þess vegna gátum við á endanum ekki þagað lengur og um það er þessi bók. Hún er náttúrulega ekki lík neinu öðru sem þú hefur lesið. Opnaðu hana og byrjaðu að lesa - ég skora á þig!

P.s. Ég er þessi með derhúfuna - eins venjulegur tólf ára strákur og þú getur ímyndað þér.

 

Úr Leyndarmálinu hans pabba:

Mannát er algengara en fólk heldur. Fjölmiðlar eru fullir af sögum um fólk sem étur hvert annað. Ég las nýlega frétt um tvo skrifstofumenn sem hittust langt úti í skógi í afskekktu húsi til þess eins að éta hvor annan. Þeim fannst víst svo leiðinlegt að vera til og datt ekkert skemmtilegra í hug.

Fyrir nokkrum árum var pabbi með pulsuvagn í miðbænum sumarlangt. En pulsurnar voru ekki búnar til úr afgangskjöti og rottunárum eins og aðrar pulsur.

Þetta sumar var haldið upp á 300 ára afmæli borgarinnar og öll hótel og gistiheimili fylltust af fólki sem var komið langar leiðir til að fagna þessum merkisatburði. Enginn tók eftir því þótt einn og einn góðglaður ferðamaður hyrfi sporlaust. Lögreglan var of upp tekin að eltast við vasaþjófa eða róa niður drykkfelda óeirðaseggi til að kippa sér upp við fáeinar tilkynningar um mannshvörf. Viðar Hrafnsson í rannsóknarlögreglunni skilaði inn stuttri skýrslu þar sem hann skrifaði: ,,... við höfum ástæðu til að ætla að þetta fólk hafi hreinlega farið til síns heima, þar sem hvorki finnst tangur né tetur af því ...

En þetta var ekki rétt hjá Vidda nikótín.

Pabbi klófesti þessa ferðamenn um nætur þegar þeir voru á leið heim til sín af skemmtistöðum borgarinnar.

Hann skemmti sér við að búa til pulsur úr þeim í risastórri hakkavél í kjallaranum. Pulsurnar nutu svo mikilla vinsælda að hann montaði sig af því heima að bærinn væri fullur af mannætum. Þær vissu bara ekki af því!

(45-6)

Fleira eftir sama höfund

Götumálarinn

Lesa meira

Loyndarmálið hjá pápa

Lesa meira

Hrekklaus fer á netið

Lesa meira

Kaldakol

Lesa meira
Út að drepa túrista

Út að drepa túrista

Glæpasaga úr heimi massatúrisma
Lesa meira

Bókasafn ömmu Huldar

Lesa meira

Algjört frelsi

Lesa meira

Maðurinn sem hataði börn

Lesa meira

Fars store hemmelighed

Lesa meira