Beint í efni

Jónatan Livingston Mávur

Jónatan Livingston Mávur
Höfundur
Richard Bach
Útgefandi
Örn og Örlygur
Staður
Reykjavík
Ár
1973
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Jonathan Livingston Seagull eftir Richard Bach í þýðingu Hjartar.

Úr Jónatan Livingston Mávi

Það var morgunn, og nýrisin sólin stráði gulli yfir bárurnar á kyrrum sæ.

Hálfan annan kílómetra undan ströndinni gáraði fiskibátur hafflötinn, og orðið Dögurðarhópur flaug gegnum loftið, unz þúsund mávar voru komnir í þyrpingu til þess að víkja sér til skiptis undan og slást um æti. Það var að hefjast nýr annadagur.

En snöggt um utar, fjarri strönd og báti, var Jónatan Livingston Mávur að æfa sig, einn og óháður. Í þrjátíu metra hæð rétti hann niður sundfæturna, teygði gogginn upp í loftið og neytti ýtrustu krafta til þess að halda bogmyndun vængjanna. Með þá í boga gat hann flogið hægt, og nú dró hann úr ferðinni, þangað til vindurinn var orðinn að hvísli við eyra hans og hafið lá grafkyrrt fyrir neðan hann. Hann kipraði saman augun af miskunnarlausri einbeitni, hélt niðri í sér andanum, mjókkaði vængbogann með erfiðismunum um ... aðeins ... einn ... þumlung ... enn ... Þá ýfðust fjaðrir hans, hann ofreis og hrapaði.

(s. 13)

Fleira eftir sama höfund