Beint í efni

Jólaóratórían

Jólaóratórían
Höfundur
Göran Tunström
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1984
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Skáldsagan Juloratoriet eftir Göran Tunström, í þýðingu Þórarins Eldjárn.

Endurútgefin 1993.

Úr Jólaóratóríunni

Í hvítri blússu með háum kraga stendur hún fyrir innan búðarborðið og lætur kvarðann strjúkast yfir hnakkann um leið og hún flettir í frönsku tískublaði. Fanný brosir og lætur sig dreyma, lætur sig dreyma og brosir. Hún snýst eitthvað í kringum hillurnar, horfir út um dyrnar í átt að veginum, hótelinu og gangbrautinni yfir járnbrautarteinana, hún kemur aftur og lætur sig dreyma. Búðin hennar er eins og kirgísíst hirðingjatjald. Gardínuefni, bútar og flónelsstrangar liggja í stöflum út um allt, þykk flauelstjöld milli mátunarklefa, loftið er þungt, en þegar Fanný hreyfir langar hendur sínar dreifist ilmvatnskeimur um loftið. Hendur hennar eru svo dásamlegar, fíngerðar bláar æðar kvíslast undir húðinni á hringprýddum fingrum. Einn af þessum hringum hafði hún fengið frá Sven Hedin að því er hún sagði. Hann er ekta og er frá Góbí-eyðimerkursvæðinu. Á veggjum eru margar myndir af Hedin, ein er tileinkuð henni, hann stendur og hallar sér upp að hvítum bíl á vegi einhvers staðar í Svíþjóð, til míns dygga aðdáanda Fannýjar frá Sven Hedin, þar stendur það sko svart á hvítu ef enginn skyldi trúa henni.

Fleira eftir sama höfund

Þjófurinn

Lesa meira